Nýtt Þórsnes SH komið til Stykkishólms..2017

á maður ekki að titla sig allskonar heheh.  ég hef nokkura ára sjómennsku reynslu á bakinu og einn af þeim bátum sem ég réri á var Bergur Vigfús GK sem heitir í dag Þórsnes SH.  


Sá bátur var að mestu bundin við suðurnesin því hann var gerður út út undir nafniu Keflvíkingur KE í vel yfir 30 ár.  síðan var hann í Grindavík þar lengi vel undir nafinu Marta Ágústóttir GK.

en þessi gamli góði bátur sem er búinn að færa þjóðarbúinu ansi mikinn aur hefur lokið sínu hlutverki og gerir það vel. 

því að útgerðin Þórsnes Ehf í Stykkishólmi hefur fengið afhent nýjan bát sem var keyptur frá Noregi og hét þar Veidar I.  

Nýi báturinn er talsvert stærri enn sá gamli, og nokkru yngri.

Hann er smíðaður árið 1998 enn sá gamli var smíðaður árið 1964

er 43,32 metra langur
10,5 metra breiður
og um borð er 2068 hestafla vél
mælisti báturinn um 879 tonn.

fyrsta verkefni bátsins eftir breytingar á millidekkinu verða veiðar á grálúðunetum norðan við landið þar sem að Erling KE og Kristrún RE hafa verið að veiðum,

Í Noregi þá var Veiðar I að frysta allan aflan um borð og mun frystinginn í bátnum verða notuð þegar að báturinn fer á veiðar á grálúðunni.

Skipstjórinn Margeir Jóhannesson þekkir mjög vel til Sandgerðishafnar því hann réri þaðan í mörg ár , og því megum við suðurnesjamenn búast við því að Margeir silgli nýja bátnum sínum til hafnar í Sandgerði einn dag á komandi vetrarvertíðum.  

Aflafrettir óska áhöfn og útgerð innilega til hamingju með nýja bátinn,


Þórsnes SH mynd Eget Foto.