Nýtt Sólberg ÓF. Myndasyrpa,,2017
Það er mikil endurnýjun í gangi í íslenska togaraflotanum og nýverið kom nýjasti togarinn í þessari miklu endurnýjun og er það frystitogarinn Sólberg ÓF sem að Rammi ehf á Siglufirði á.
Sólberg ÓF er gamalt gróið nafn bæði á báti og togara sem voru gerður út frá Ólafsfirði í mörg ár,
Sólberg ÓF er líka eini frystitogarinn sem kemur nýsmíðaður til landsins og óhætt er að segja að hann er einn fullkomnasti frystitogari landsins, ef ekki í evrópu,
Þar sem ég hafði ekki tækifæri á að fara norður til þess að mynda togarann þá fékk ég leyfi frá Hauki Sigrtyggi Valdimarssyni að birta myndir sem hann tók um borð í Sólbergi ÓF,
Óhætt er að segja að plássið á millidekkinu sé hannað í hvern millimeter því frekar þröngt er á dekkinu og allt plass nýtt mjög vel















