Nýtt uppsjávarskip til Vestmannaeyja.
Fyrir stuttu síðan þá ákvað Ísfélagið í Vestmannaeyjum að kaupa þriðja uppsjávarskipið
hefur fyrirtækið keypt norska skipið Hardhaus H-120-AV
það skip var smíðað árið 2003 í Noregi,
Hardhaus er 68,85 metra langur
13,8 metra breiður og hefur 6000 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila,
Lestarrými er alls 1985 m3 í RSW tönkum.
Ganghraði skipsins er nokkuð góður en mesti hraði er 17 mílur .
Fyrir tveimur árum síðan þá komst skipið í fréttinar eftir að skipið var þá í yfirbyggðri flotkví í Hirtshals í Danmörku,
kvíin fór á hliðina og var Hardhaus fastur inní kvínni.
Hardhaus hafði verið inn í kvínni í um 10 daga og var verið að mála skipið þegar að óhappið varð að kvíin fór á hliðina
Skipið náðist úr kvínni, enn skemmdir voru ansi miklar á skipinu því að sjór komst inn í vélarrúm skipsins, skipta þurfti um flest alla mótora
og allt rafkerfið í vélarrúminu var ónýtt. viðgerðarkostnaður var um 800 milljónir króna
þetta óhapp gerðist í ágúst árið 2018 enn viðgerð á skipinu eftir þetta óhapp var ekki lokið fyrr enn í lok árs 2018.
Hardhaus Mynd Morten Mögster
Kvíin á hliðina og Hardhaus inn í kvínni. mynd hardhaus