Oddeyrin EA með 1000 tonn á 22 dögum,,2017
Nýjasti listinn yfir frystitogaranna kom á síðuna núna í morgun,
og þar var á listanum Oddeyrin EA með um 1500 tonna afla í 2 löndunum.
eitthvað yfirsást mér ein löndun í viðbót á togarann.
í heildina þá er Oddeyrin EA búinn að landa 1942 tonnum í 3 löndunum. og þessi afli lætur Oddeyrina EA fara í sæti númer 2 yfir landið á eftir Kleifaberginu RE.
Túrinn sem þeir á Oddeyrinni EA voru að koma úr núna var feiklega góður
alls var landað 1053 tonnum eftir einungis 22 daga á veiðum og gerir það um 48 tonn á dag.
Oddeyrin EA var nefnilega í Hafnarfirði þegar að voru fjórir togarar á vegum Samherja samankomnir þar. Björgúlfur EA, Björgvin EA ,Snæfell EA og Oddeyrin.
Ég birti myndasyrpu af því undir nafninu Fjórir fræknir í Hafnarfirði.
Þegar að Oddeyrin EA var þarna í Hafnarfirði þá voru þeir að millilanda og voru þá með 617 tonn og af því var karfi um 600 tonn, sem fengust eftir 13 daga á veiðum eða 47,4 tonn á dag.
þeir fóru aftur út og komu til Akureyrar með 437 tonn eftir 9 daga á veiðum eða tæp 49 tonn á dag.
aftur var karfi uppistaðan í aflanum eða 417 tonn.
Oddeyrin EA mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson