Oddi ehf kaupir bát
Oddi ehf á Patreksfirði var að kaupa bát.
Undanfarin um 30 ár þá hefur línubáturinn Núpur BA verið gerður út frá Patreksfirði og útgerð bátsins gengið vel
nýverið þá gekk Oddi ehf kaupum á línubátnum Örvar SH frá Rifi,
Örvar SH er systurskip Tjalds SH sem er líka á Rifi,
Hafði samband við Skjöld Pálmason framkvæmdastjóra Odda ehf
og spurði úti hvað kom til að fyrirtækið kaupir ÖRvar SH og hvað verður um Núp BA.
Svarið var stutt og snaggaralegt,
" Núpur BA orðin gamall, og ÖRvar SH nýrri og stærri. við leggjum Núpnum ".
já þar höfum við það. stutt og laggott
en eitt er áhugavert við þetta en það er að Oddi ehf hefur haft bátanna sína fallega rauða á litinn,
eins og t.d Brimnes BA, Núp BA, og Patrek BA.
Aftur á móti þá hafa systurbátarnir Örvar SH og Tjaldur SH alltaf verið bláir á litinn,
Ef að Oddi ehf breytir um lit á Örvari SH í sinn fallega rauða lit, þá verður mjög áhugavert að sjá hvernig báturinn mun koma út,
Til hamingju Oddi ehf með nýja bátinn.
ÖRvar SH mynd Vigfús Markússon
Núpur BA mynd Sigurður Bergþórsson