Oddur á Nesi SI kominn heim í fyrsta skipti,,2017
Jæja þá er hann loksins kominn til sinnar heimahafnar nýi Oddur á NEsi SI 76 sem að BG nes ehf er eigandi af.
Báturinn er mældur 11,99 metrar á lengd enn mælist 29,5 tonn að stærð samkvæmt mælingum hjá Samgöngustofu.
Báturinn lagði af stað frá Akureyri í hádeginu í dag 14.janúar
og tók siglinginn út Eyjafjörðin og til Siglufjarðar um 5 og hálfan tíma. var kominn þangað um klukkan 1740.
Báturinn hélt sig á þetta 8 til 8,8 mílna hraða.
Aflafrettir óska áhöfn og útgerð til hamingju með nýjan bát. og miðað við stærðina á bátnum þá mun hann fara í flokk báta yfir 15 BT og vera þar í flokki með t.d Gullhólma SH, Eskey ÓF, Auði Vésteins SU og fleiri bátum.
Skjábrot af myndbandi sem Róbert Guðfinnson tók við komu Odds á Nesi SI til Siglufjarðar núna í dag 14.janúar.
Oddur á Nesi SI á Akureyri
Hliðarskrúfa þarna aftast
Myndir Gísli Reynisson á Akureyri 7.janúar.2017