Oddur á NEsi SI verður Hulda HF,,2017
Ekki var nú nýjasti Oddur á Nesi SI gerður lengi út einungis í rúma 4 mánuði og aflinn ekki nema um tæp 70 tonn,
Nýverið þá var Oddur á NEsi SI seldur til Hafnarfjarðar eða réttara sagt fyritækisins Blikabergs ehf. Eigandinn af því fyrirtæki er Sigurður Aðalsteinsson sem er faðir Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns.
Þessi bátur kemur í staðinn fyrir Huldu HF. Hulda HF sem var nýbúinn að vera í vélaskiptum fór norður til Siglufjarðar og mun þá líklegast fá nafnið Oddur á Nesi SI.
Róbert Georgson sem hefur verið skipstjóri á Huldu HF og hefur meðal annars fiskað mjög vel á Huldu HF á handfærunum mun taka við skipstjórn á nýju Huldu HF.
Róbert sagði í samtali við AFlafrettir að nýi báturinn færi ekki á veiðar fyrr enn í haust, enn eftir á að setja í hann línubúnaðinn.
Róbert sem er þekktur og mjög klár handfærakalla. Var lengi vel skipstjóri á Ragnari Alfreðs sem var í mörg ár aflahæsti smábáturinn á landinu miðað við ufsa.
Róbert mun ekki fara með nýja bátinn á handfæraveiðar enda er nýi báturinn ekki hannaður með handfæraveiðar í huga,
AFlafrettir óska áhöfn og útgerð Blikaberg til hamingju með bátinn,
Hulda HF Myndir Gísli Reynisson