Öðlingur SU 19,2018


Já eins og kemur fram í litla pistlinum með Sunnutindi SU þá var ég á Djúpavogi 24.apríl og sat inn á Við Voginn sem er veitingastaður þarna á Djúpavogi og vegna þess að ég er kominn með ansi öfluga myndavél þá gat ég súmmað á 3 báta sem komu þangað meðan ég sat inni,

Næstur á eftir Sunnutindi SU var Öðlingur SU.

Gamli Öðlingur SU er ennþá óseldur og liggur við höfn á Djúpavogi ef einhverjum langar að eignast bát,

Nýi báturinn var aftur á móti að fiska ágætlega.  var með um 11 tonn og af því þá var þorskur 10 tonn óslægt.  7,3 tonn til kvóta og 1,1 tonn línuívilnun.












Myndi Gísli Reynisson