Öðlingur SU eini báturinn sinnar tegundar ,,2018á Íslandi
Í fréttinni hérna til hliðar um góða veiði hjá Öðling SU þá er minnst á að gamli báturinn sé til sölu.
Sá bátur. Öðlingur SU er nokkuð sérstakur. vegna þess að báturinn er eini báturinn sinnar tegundar á ÍSlandi.
Öðlingur SU var smíðaður árið 2002 og hét fyrst Guðfinnur KE. var hann smíðaður hjá Bátasmiðju Guðgeirs sem var á Akranesi. Tegundarheitið á bátnum er Perla 1200.
Það voru nokkrir minni bátar smíðaðir í Bátsmiðju Guðgeirs á Akranesi. enn enginn svona stór bátur eins og Öðlingur SU.
Guðlaugur kaupir Öðling SU árið 2004 og hefur róðra á bátnum í desember það ár.
hann hefur alltaf haldið mikla tryggð við Djúpavog því að á 14 árum þá hefur báturinn landað öllum bolfiskafla sínum á Djúpavogi, enn landaði smá slatta af makríl í Keflavík
heildaraflinn sem að báturinn hefur landað síðan hann var byggður er 4149 tonn
nokkrir 10 tonna róðrar hafa komið og stærsti róðurinn er 13,5 tonn.
einn besti mánuðurinn var í febrúar 2017 þegar að báturinn landaði 77 tonnum í aðeins 9 róðrum eða 8,6 tonn í róðri,.
Öðlingur SU mynd Þór Jónsson