Öðlingur SU vélarvana, og kemur suður 1.júlí

Var á Djúpavogi í dag 16.júni í fínu veðri, og þar sem ég sat inn í Voginum þá tók ég eftir að Öðlingur SU


var að fara út í róður.    Þegar þeir eru komnir langleiðina beint út þá tók ég eftir því að báturinn stoppaði

hugsaði ég, varla eru þeir að fara leggja línuna þarna,  enn jú kanski var fiskur þarna,

Stuttu síðar þá kemur þjónustubáturinn Bessi frá Djúpavogi að og fer uppað Öðlingi SU,

og þá varð ljóst að ekki voru þeir að leggja línuna, því Bessi tók Öðling SU í tog inn í höfnina á Djúpavogi,

Ég hafði samband við Guðlaug skipstjóra á Öðling SU og sagði hann að þeir höfðu verið búnir að berjast við nokkrar bilanir 

t.d olíustíflur í tanki og eitthvað rafmagnstengt við vélina,

það sem gerðist í dag var að það var ónýtt reley fyrir vélartölvuna og endaði á að það steindrapst á öllu.

Sagði Guðlaugur að þeir voru heppnir með að vera komnir út fyrir skerjagarðinn við innsiglingarbaujurnar.

þjónustubáturinn Bessi var við vinnu við bryggjuna þar sem að loðnubræðslan var og var hann aðeins í um 0,5 sjómílna fjarlægð.

enn Öðling SU hafði rekið smá leið inn í Berufirðinn en þó var aldrei nein hætta í gangi.

Mun verða skipt um þetta relay og ætti þá báturinn að vera góður,

 Báturinn lengdur

enn það má geta þess að báturinn kemur til Njarðvíkur  í enda júní. en lengja á bátinn,

Hann er núna 10,99 metra langur en fer í 14,6 metra og því um 30 tonn.

Guðlaugur sagði í samtali við mig að t.d færi 15 metra bátur betur í sjó, og sömu mönnunarkröfur eru á öllum bátum sem eru undir 15 metrum.

auk þess þá vonast hann til að fá betri gang í bátinn.














Myndir Gísli Reynisson á Djúpavogi