Ofursúmmið af Hvalbáti.
Breytum aðeins útaf öllum þessum aflatölum .
Faðir minn Reynir Sveinsson í Sandgerði er mikill ljósmyndaáhugamaður og hefur tekið tug þúsunda mynda í gegnum árin,
og ég varð nú bara að sýna ykkur þessar tvær myndir,
Þær eru teknar frá Suðurbryggjunni í Sandgerðishöfn.
og efri myndin sýnir sólsetrið séð í átt að snæfellsjökli og mjög langt í burtu má sjá
skip til hægri og bát á leið á miðin til vinstri,
Pabbi tók sig síðan til og súmmaði á bátinn til vinstri og viti menn þarna var hvalbátur á leið á miðin.
finnst nú alveg magnað þetta súmm á vélinni því fjarlægðin er ansi mikil,
Hvalbátarnir tveir hafa stundað sínar veiðar í sumar, og hafa veitt núna yfir 100 langreyðar
en kvótinn er þó mun stærri og frekar ólíklegt að þeir nái kvótanum sínum
engu að síður, ansi magnaðar myndir




Myndir Reynir Sveinsson