Ögri RE með 278 tonn á 4 dögum!,1980

Afli hjá Dagrúnu ÍS var rosalegur,


í Reykjavík þá voru þarð ansi margir togarar sem flokkuðust sem stórir togarar.  þessi skip voru að koma með landanir sem voru vel yfir 300 tonn,

einn af þeim sem mokveiddu í maí árið 1980 var togarinn Ögri RE.

hann byrjaði með látum því fyrsta löndun Ögra RE var 6 maí og hún var ansi stór.  337 tonn eftir 8 daga á veiðum það gerir um 42 tonn á dag,

næsta löndun var nú kanski lítil í samanburði við hina, enn engu að síður 231 tonn eftir 7 daga túr það gerir um 33 tonn á dag,

þriðji túrinn var heldur betur mok, því Ögri RE var ekki nema fjóra daga á veiðum og kom til hafnar með 278 tonn eða tæp 70 tonn á dag,
þetta er alveg rosalegt.

síðasti löndunin var risastór, því landað var út Ögra RE 357 tonnum eftir 10 daga túr eða um 36 tonn á dag,

samtals gerði því þessi risamánuður hjá Ögra RE 1203 tonn í aðeins 4 löndunum,

án þess að hafa kannað það nánar þá kæmi mér ekki á óvart að þessi 1203 tonna mánuður á ísfiskstogara sé með því mesta sem að íslenskur ísfiskstogari hafi náð á einum mánuði,


Patricia II áður Ögri RE Mynd Guðbjörn Ármannson