Ólafsvík er númer 2.

Það hefur ansi oft komið fram hérna í pistlum um aflatölur aftur í tímann


að stærsta löndunarhöfn íslands um mörg ár eða áratugi var Sandgerði.  Þar voru langflestar landanir ár eftir ár

en hvaða höfn var næst stærsta löndunarhöfn landsins,

Ólafsvík númer 2

Jú það var Ólafsvík.  

Ætla að líta aðeins á bæinn árið 1993.

Ólafsvík var með í heildina 6932 landanir og bátarnir voru ansi margir.  

því 221 bátur landaði afla í Ólafsvík árið 1993.  langflestir af þeim voru smábátar og langflestir yfir sumarið

Þessi landanafjöldi 6932 er gríðarlega mikill og til samanburðar við árið 2019 þá er höggið ansi mikið

því að landanir árið 2019 voru ekki nema um 2800 talsins.  .  munurinn um 4100 landanir á 26 árum,

ÁRið 1993 þá lönduðu þessi 221 bátur alls 11538 tonnum og til viðbótar 1690 tonnum af rækju

Einn togari landaði árið 1993 í Ólafsvík og var það Már SH en hann var með lítinn afla, aðeins um 700 tonn í 8 löndunum,

Heildar afla sem var  þá landað í Ólafsvík árið 1993 var rúmlega 14 þúsund tonn.  engri síld eða loðnu var landaðDræm veiði á vertíð

Segja má að afli bátanna sem lönduðu í Ólafsvík hafi ekki verið neitt sérstakur.  vertíðin var frekar léleg

og margir netabátanna hættu veiðum um miðjan apríl og fóru á rækjuna,

En þó var þarna bátur sem réri allra mest af bátunum og ekki nóg með  það því þessi bátur er líklegast sá bátur sem 

oftast réri allra báta á Íslandi.

Pétur Jakop SH 37

Hann hét Pétur Jakob SH 37, ( þessi bátur er sá sami og hét Guðjón Arnar ÍS og skemmdist í Snjóflóðinu á Flateyri

í janúar árið 2020)

Pétur Jakob SH 37 landaði alls 311 tonnum í 244 rórðum og réri á netum allt árið.  , þetta er svakalega margir róðrar

og það gerir um 20 róðra  á mánuði að  meðaltali.  Bestur var aflinn í Janúar 50,5 tonn í 20 róðrum og í febrúar 46 tonn í 21.


Borgþór EA var áður Pétur Jakob SH árið 1993.  Mynd Hafþór Hreiðarsson


En það voru fleiri bátar sem réru mikið frá Ólafsvík

t.d Jón Guðmundsson ÍS 75 (sknr 1390) hann fór í 170 róðra og landaði 120 tonnum af fiski, á línu

Elís Bjarnason SH 48 (sknr 6967 ) fór í 163 róðra og var með 180 tonn, á net og línu

Ólafur Bjarnason SH 137, var með 160 róðra og 706 tonna afla á net og línu,  hann náði að fiska 491 tonn á vertíðinni

og var með 156 tonn í 26 rórðum í mars.

Egill SH var með 146 róðra og 537 tonna afla í línu, dragnót og net.

Sveinbjörn Jakopsson ( sknr 260) var með 137 róðra og 466 tonna afla í net.

Skálavík SH 208 (sknr 1354) 136 róðra og 316 tonna afla allt í dragnótRækja

Af rækjubátunum sem lönduðu í Ólafsvík þá var Garðar II SH hæstur en þessi bátur heitir Magnús SH árið 2020,

Garðar II SH var með 274,3 tonn í 32 rórðum og þar á eftir kom Gunnar Bjarnason SH ( sknr 144)  með 206 tonn í 31.

Gunnar Bjarnason SH var einmitt sá bátur í Ólafsvík sem mest fiskaði í mars árið 1993.  var með 260 tonn í 28 rórðum 
 Vil svo benda áfram á þetta, enn núna hafa vel yfir 200 manns " greitt atkvæði" sínu hehe.

en þessi könnun mun verða í gangi fram í janúar þegar að allar aflatölur eru komnar í hús