Ólafur og Ólafur árið 1978
Litla fréttin hérna á síðunni um mokveiði á grálúðu hjá Ólafi Friðbertssyni ÍS í júlí árið 1978 vakti heldur betkur mikla athygli.
Svo mikla að margir áhafnarmeðlimir af bátnum höfðu samband við mig og meira að segja Bragi Ólafsson .
Hver er Bragi Ólafsson myndu sumir spyrja. jú hann var skipstjóri á Ólafi Friðbertssyni ÍS þetta ár árið 1978.
Þennan tiltekna júlímánuð árið þá kom báturinn mest með yfir 100 tonn að landi í einum róðri,
Ætla að gefa Braga orðið:
"M.b. Ólafur kom nýsmíðaður til landsins í apríl 1964. Filip Höskuldsson var skipstjóri fyrsta árið, bara á síldveiðum og rótfiskaði
Eg var einn af eigendum skipsins þótt ungur væri, var að skríða út úr Stýrimannaskólanum þá um vorið.
Jú ég var þarna um borð þangað til að skipið var selt til Keflavíkur í júní 1982 og fékk þá nafnið Albert Ólafsson KE.
Sleppti samt vetrarvertíðini 1982. Þá var Bjarni Kjartansson með bátinn.
Þetta var samt orðin dágóður tími á sama skipinu. Skuttogararnir tóku alla bestu sjómennina þá. Og gerði það líka sjálfur.
Tók svo við skipstjórn á b.v. Júní HF. Frá Hafnarfirði 1.jan 1984. Eftir það var ekki aftur snúið af togurunum.
Við gátum tekið með góðu móti ca. 80 tonn í lestina og ísað. Í þetta skiptið var steisin fylltur upp í lúgulok og ekkert ísað í síðustu 20 tonnin.
Það þættu svakalegar að farir að sjá þegar löndunarkallarnir voru að landa fyrstu 20 tonnunum til að vinna sig niður í lestina.
En Grálúðan þolir best af þeim fiskum sem ég hef veitt að vera illa eða ekki ísuð,það gerið held ég slepjan sem er á roðinu.
Höfum í huga að á þessum tímum voru aðrar kröfur gerðar til meðhöndlunar aflans."
Ég skoðaði aðeins betur þennan tiltekna júlí mánuð árið 1978 og þá kom ansi merkilegt í ljós.
Ólafur Friðbertsson IS , seinna ALbert Ólafsson KE Mynd Vigfús Markússon
Ólafur Friðbertsson ÍS með sín 251 tonn af grálúðu í þremur róðru var nefnilega næst aflahæstur allra báta á landinu í júlí árið 1978,
Hver var þá hæstur?.
Jú það var nefnilega annar Ólafur, Ólafur Magnússon EA sem stundaði trollveiðar, .hann landaði 264 tonnum á Siglufirði í 4 róðrum og mest 75 tonn í róðri í einni löndun .
Ólafur Magnússon EA mynd Birgir SVeinarsson
Annar ÍS bátur var á grálúðuveiðum og gekk líka vel. var það Orri ÍS 20 sem landaði 205 tonnum í aðeins tveimur róðrum og stærsta löndunum var 114 tonn.
Þriði aflahæsti báturinn var svo Reynir AK 18 sem var á handfæraveiðum og mokfiskaði af ufsa og landaði 219 tonnumí 7 róðrum og mest 38 tonn í einni löndun.
Bragi nefndi einnig að árið 1971 þá kom Ólafur Friðbertsson ÍS mest með 110 tonn af grálúðu í einni löndun sem fékkst um 40 mílur norður frá Kolbeinsey. voru þá 10 tonn laus á dekkinu.
Greinilegt er að mönnum hefur líkað veruna þarna um borð í Ólafi Friðbertssyni ÍS því viðbrögðin voru mikil sem ég fékk.
Endum þetta á að skoða árið 1978 hjá bátnum,
Janúar 99,2 tonn í 20 róðrum mest 8,9 tonn,
Febrúar 97,5 tonn í 16 róðrum
Mars 166 tonn í 21 róðri og mest 12,3 tonn,
Apríl 139 tonn í 25 róðrum og mest 12,1 tonn
Maí 70 tonn í 19 róðrum
Júní 8 tonn í 2
Júlí mánuð þá vitum við hvernig hann fór
Ágúst 72 tonn í 2
September 4 tonn í 1
Október 45 tonn í 18
Nóvember 64 tonní 21
Desember 43 tonn í 13.
Samtals um 1060 tonna ársafli.