Óli á Stað eða Óli á Stað?

Þá er nýjasti listinn kominn hérna á aflafrettir um bátanna yfir 21 BT,


og mest allur flotinn er núna á veiðum utan við Sandgerði og veiðin þar hefur verið feikilega góð

þrátt fyrir að nokkirr 29 metra togarar eru þarna líka,

Sérstök staða
enn það er kominn upp ansi sérstök staða á listanum sem hefur ekki sést áður,

á listanum eru nefnilega tveir systurbátar eða svona næstum því systurbátar sem báðir tengjast nafninu Óli á Stað.

árið 2013 þá samdi Stakkavík við Seiglu ehf á Akureyri um smíði á tveimur 30 tonna plastbátum, og fyrri báturinn kom árið 2014 í október það ár,

og fékk hann nafnið Óli á Stað GK.  aftur á móti þá dróst hinn báturinn mjög mikið og hann kom ekki fyrr en í apríl árið 2017.

fyrri báturinn var seldur árið 2016 til Fáskrúðsfjarðar og fékk þar nafnið Sandfell SU og með bátnum þa´fylgdi um 1100 tonna kvóti,

Óli á Stað GK og Óli á Stað GK 
Síðan að Óli á Stað GK var seldur og fékk nafnið Sandfell SU þá hefur báturinn verið aflahæstur 30 tonna línubátanna ár eftir ár,

hinn báturinn Óli á Stað GK hefur verið ansi langt á eftir Sandfelli SU í afla , enn stóri munurinn á bátunum er nú samt sem áður einn,

á Sandfelli SU eru 2 áhafnir og feðgarnir Örn og Rafn skipta með sér skipstjórn bátsins enn þeir eru báðir frá Grindavík,

á Óla á Stað GK er Óðinn Arnberg þar skipstjóri og er hann að mestu með bátinn og hann er líka frá Grindavík.


Ný staða hjá Óðinni


sérstök staða sem hefur ekki sést áður á listanum

því hún er sú að Óli á Stað GK er aflahærri enn Sandfell SU og vekur þetta nokkra athygli,

Óðinn Arnberg skipstjóri á Óla á Stað GK hefur nú ekki lent í þessu áður að fiska meira enn feðgarnir, enn við munum spyrja að leikslokum í lok mars og sjá hvernig staðan verður þá


Óli á STað GK mynd Gestur Ólafsson

Sandfell SU mynd Jóhann Ragnarsson