Óli Bjarnason EA 279. Mokveiði á línu í maí árið 1993.

Þeir eru orðnir ansi fáir smábátarnir sem ennþá róa með línu, því flestir er á handfærunum að mestu yfir sumarið og þá á strandveiðum.


mikið hefur breyst á liðnum áratugum og þegar farið er aftur í tímann þá má finna ansi miklar aflatölur um smábáta.

Árið 1993 var einn af þekktari smábátum og sá bátur sem var iðulega langaflahæsti smábátur landsins, að það var nú ekki stór bátur.

heldur tæplega 7 tonna bátur sem er um 9 metrar að lengd og hét árið 1993, Óli Bjarnason EA 279.

þennan bát átti Óli Hjálmar Ólason og réri hann frá Grímsey á þessum bátin og með honum réri oftast sonur hans Óli Bjarni Ólason

þessi bátur er reyndar til enn þann dag í dag árið 2023, og heitir Sigurbjörg SF 

Í  maí árið 1993, þá heldur mokveiddi þessi litli bátur, enn báturinn var þá við veiðar útfrá Grímsey og réri þá með línu.

vanalega þá réri báturinn með ekki meira enn 12 til 16 bala, og eins og sést hérna í tölfunni að neðan þá var stærsti dagurinn 6,9 tonn,

þá þurfi reyndar að tvílanda,  fyrst kom báturinn með 5 tonn í land og síðan 2 tonn.

Öllum þessum afla var landað í Grímsey, nema að 
3 maí og 11 maí þá var landað á Kópasker, og einmitt 11maí var þegar að mesta mokið var um 7 tonn

Samtals var báturinn með 75,9 tonn í 18 róðrum 

sem gerir  4,2 tonn í róðri að meðaltali, sem er gríðarlega mikill afli á ekki stærri báti.

Myndin sem fylgir var tekin af Erlendi Haraldssyni og birtist í Morgunblaðinu fyrir um 30 árum síðan



Dagur Afli
1.5 3.79
2.5 4.28
3.5 4.89
4.5 4.32
5.5 3.85
6.5 5.59
10.5 3.98
11.5 6.94
15.5 4.48
16.5 2.28
17.5 3.83
19.5 3.96
20.5 3,03


22.5 3.62
24.5 4.52
25.5 4.48
30.5 4.58
31.5 3.56




Rún EA áður Óli Bjarnason  Mynd Björgvin Baldursson
Óli Bjarnason EA með fullfermi í Grímsey, Mynd Erlendur Haraldsson