Óli Gísla GK seldur,,2018
Eitt sinn var Sandgerði ansi mikill útgerðarbær, og ansi mikill kvóti var þar í bænum. Sandgerði eins og margir aðrir bæir á landinu t.d Þorlákshöfn hafa þurft að horfa á eftir kvóta sem hefur verið seldur í burtu,
stærsta var náttúrlega þegar að Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi sameinaðist Miðnesi HF í Sandgerði og hirti allan kvótann þaðan og seldi alla báta og togara í burtu og um 300 manns misstu vinnuna. í dag þá er þessi kvóti hjá HB GRanda
Undanfarin ár þá hefur Von GK verið með stærsta kvótann sem er skráður á bát sem er skráður í Sandgerði og þar á eftir kom Sjávarmál sem gerði út bátinn Óla Gísla GK,
um 500 tonna kvóti var á Óla Gísla GK. fyrirtækið Sjávarmál ehf hefur verið til sölu með bát og kvóta. Það hefur legið í loftinu nokkuð lengi að Vísir HF í Grindavík myndi kaupa Óla Gísla GK.
Aflafrettir áttu samtal við Guðjón Ólafsson eiganda af Óla Gísla GK og hann staðfesti það að Vísir HF í Grindavík hefði verið í viðræðum um kaupin,
Samkvæmt bátar og bryggjurölti sem Jón sæmundsson er með þá er það orðið staðferð að Vísir mun kaupa Óla Gísla GK og alla kvótann af bátnum sem er núna um 484 þorskígildi og eru þetta viðskipti uppá um einn milljarð króna
Óli Gísla GK er samaskonar bátur og Bíldsey SH. en Bíldsey SH var fyrsti 15 tonna báturinn sem var lengdur upp í 30 tonnin eins og leyft var, og nokkuð merkilegt er að báturinn var eins og Óli Gísla GK keyptur frá Sandgerði en í Sandgerði hét báturinn Konni Júl GK áður enn hann fékk nafnið Bíldsey SH
Vertíðaruppgjörið 2018----1968 panta í síma 8315575 eða á facebook
Óli Gísla GK Mynd Grétar Þór Sæþórsson