Önundur Kristjánsson og Þorsteinn GK 15

Ég geri nú ekki mikið af því að skrifa svona greinar hérna inná Aflafrettir.is,  gerði það síðast þegar að frændi minn Þorgeir Guðmundsson 

lést, enn hann gerði út bátinn Hlýra GK, og Eyju GK.


Það er ferið að jarðsetja mikinn merkismann núna á Raufarhöfn, og því fannst mér rétt að hann fengi smá orð um sig hérna inná Aflafrettir.is

í dag 25.mars árið 2023 fer fram útför mikil heiðursmanns, og útgerðarmanns.  Önundar Kristjánssonar, frá Raufarhöfn. og jarðaförin fer fram á Raufarhöfn.

Hérna á Aflafrettir hef ég ansi oft skrifað um Raufarhöfn, en þessi litli bær á Melrakkasléttunni var einn af stóru síldarbæjunum á árum áður.

og þegar talað er um að Siglufjörður hafi verið síldarbærinn númer eitt, vegna þess hversu miklu magni af síld var landað þar, þá á eftir honum kom Raufarhöfn.
Útgerð frá Raufarhöfn hefur í gegnum áratugina verið mikil, og einn af þeim sem gerði út frá Raufarhöfn í hátt í 60 ár, var Önundur Kristjánsson eða Únni eins og hann var kallaður.

Únni fæddist 11.febrúar árið 1933, og byrjaði á sjónum aðeins 7 ára gamall, og ungur eignaðist hann hlut í Þorsteini ÞH 285, sem kallaður var Þorsteinn Litli.

Sumarið 1956 þá kynnist Únni koni sinni Unu Þórdísi Elíasdóttir, en hún var þá að vinna í síldinni á Raufarhöfn, og fluttu til Vestmannaeyja árið 1961,  

Þar var Únni á nokkrum bátum , en 1970 þá kaupa hjónin bátinn sem Únni var síðan alla tíð kenndur við, enn það var Þorsteinn GK 15, ( sem seinna var ÞH 115).
Í Vestmannaeyjagosinu 1973 þá fluttust þau aftur til Raufarhafnar.
og þaðan gerði Únni bátinn út að mestu, en þó var hann á rækjuveiðum í Axarfirðinum og landaði þá á Kópaskeri.

Únni var skipstjóri á Þorsteini GK alveg fram til ársins 2016, og hafði þá verið skipststjóri á bátnum í hátt í 46 ár.

í dag er báturinn ekki lengur í útgerð, og liggur báturinn í Hafnarfirðinum.  Kvótinn á bátnum fór yfir til Halldórs Afa GK sirka um 300 tonn.
og því miður er alls óvíst um hvað um bátinn verður.  

Þar sem ég er mikið í aflatölunum og hef grúskað mikið í þeim, þá hef ég tekið eftir að Únni hefur greinilega ferið mjög fengsæll og farsæll skipstjóri þessa löngu skipstjóratíð.

Því aflatölur um bátinn sýna það.

get nefnt sem dæmi að árið 1995 þá var mjög góð rækjuveiði um allt land og þá var mikið um að bátar voru á veiðum í Axarfirðinum og einn af þeim var báturinn Þorsteinn GK 15.

í mars árið 1995 þá landaði Þorsteinn GK alls 96,5 tonnum af rækju í 15 róðrum og mest 12,7 tonn í róðri.  er þetta ansi mikill afli á ekki stærri báti enn Þorsteinn GK 15 er.

Báturinn Þorsteinn GK 15, er einn af þessum bátum sem mætti kalla mublu, enn Únni passaði þau 46 ár sem hann gerði út bátinn að hugsa vel um hann, og þó 
svo að báturinn sé ekki gerður út í dag þá lítur hann jafn glæsilega út, en báturinn var elsti báturinn á landinu sem var gerður út að jafnaði, smíðaður árið 1946.

ÞAð eru ekki margir útgerðarmenn og sjómenn sem hafa átt sinn bát og verið skipstjórar á honum svona lengi , Únni fer í flokk t.d með Þorvalda Halldórssyni 
 Valda sem gerði út Gunnar Hámundarsson GK í hátt í 50 ár, 

Raufarhöfn hefur misst stórmerkan mann, en efast ekki um að minningin um þennan merka mann mun lifa lengi, og báturinn hans Þorsteinn GK er góð minning um hann.

Aflafrettir senda samúðarkveðjur til Fjölskyldu og aðstandenda Önundar.


Þorsteinn ÞH mynd Gísli Reynisson, báturinn sem Únni gerði út í 46 ár