Opið Hús 28.febrúar hjá MD vélum,2018
MD Vélar var stofnað í byrjun árs 1990 og annast sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir Mitsubishi og SOLE Diesel vélar á Íslandi ásamt öðru.
Miðvikudaginn þann 28-02-2018 fær MD Vélar ehf heimsókn af Eduard Celades frá SOLE Diesel á Spáni og í tilefni af því munum við hafa opið hús að Vagnhöfða 12 Reykjavík frá kl. 14 – 18.
Þar munum við kynna hvað SOLE hefur upp á að bjóða í bæði diesel skrúfu vélum, rafstöðvarsettum, varahlutaþjónustu, aukahlutum og þjónustu. SOLE Diesel býður upp á fjölbreytt úrval dieselvéla í stærðunum frá 16 - 272 Hö, með grunnvélum frá Mitsubishi og Deutz og fleirum. Rafstöðvarsettin fást opin eða í hljóðeinöngruðum kassa og eru frá 6kVA til 115 kVA 50 Hz við 1500 sn/min. og 60 Hz við 1800 sn/min. og eru með Mitsubishi og Deutz grunnvélum.
Boðið verður upp á léttar veitingar og við vonumst til að sjá sem flesta.
Benni Vagn ÍS mynd Bjarni Sv
Húsnæði MD Véla