Opið Hús 28.febrúar hjá MD vélum,2018


Nei kanski ekki opið hús hjá báti sem eitt sinn hét Benni Vagn ÍS. þessi bátur er reyndar til árið 2018 því hann heitir Grímsey ST

Enn ástæða fyrir bátnum er sú að MD vélar eru við Vagn höfða í Reykjavík og seinni hlutinn af nafninu á bátnum er Vagn.   Benni Vagn

var að reyna að finna einhvern bát sem mætti tengja við þetta

enn semsé opið hús hjá MD vélum 28 febrúar og þið getið lesið nánar um það hérna að neðan



MD Vélar var stofnað í byrjun árs 1990 og annast sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir Mitsubishi og SOLE Diesel vélar á Íslandi ásamt öðru.

 

Miðvikudaginn þann 28-02-2018 fær MD Vélar ehf heimsókn af Eduard Celades frá SOLE Diesel á Spáni og í tilefni af því munum við hafa opið hús að Vagnhöfða 12 Reykjavík frá kl. 14 – 18.

Þar munum við kynna hvað SOLE hefur upp á að bjóða í bæði diesel skrúfu vélum, rafstöðvarsettum, varahlutaþjónustu, aukahlutum og þjónustu. SOLE Diesel býður upp á fjölbreytt úrval dieselvéla í stærðunum frá 16 - 272 Hö, með grunnvélum frá Mitsubishi og Deutz og fleirum.  Rafstöðvarsettin fást opin eða í hljóðeinöngruðum kassa og eru frá 6kVA til 115 kVA 50 Hz við 1500 sn/min. og 60 Hz við 1800 sn/min. og eru með Mitsubishi og Deutz grunnvélum. 

 

Boðið verður upp á léttar veitingar og við vonumst til að sjá sem flesta.



Benni Vagn ÍS mynd Bjarni Sv






Húsnæði MD Véla