Þorbirni hf skipt upp í þrjú fyrirtæki
Það er heldur betur sem að náttúran á Íslandi hefur tekið til sinna mála núna undfarin 2 ár
og þá sérstaklega á Reykjanesinu, með sífelldum eldgosum og miklum jarðskjálftum, og jarðsigi , og allt þetta
hefur bitnað hvað mest á Grindavík, sem er næst kvótahæsti bær landsins á eftir Reykjavík,
þessar miklu jarðhræringar sem hafa verið í gangi þar hafa haft mikil áhrif á atvinnulífið í Grindavík.
þónokkur fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki sínu og sjávarúvegurinn hefur tekið miklum breytingum.
til dæmis þá er Stakkavík ehf komið með svo til allt í Sandgerði, alla línuvinnsluna og fiskurinn er unnin í húsnæði
Nýfisks í Sandgerði.
Þorbjörn Ehf
Eitt af stærstu fyrirtækjunum í Grindavík, er Þorbjörn HF og þetta fyrirtæki á sér langa sögu í Grindavík,
var sameinað úr , Valdimar HF í Vogum, Fiskanesi HF í Grindavík og Þorbirni HF sem líka var í Grindavík.
núna hefur fiskvinnslu fyrirtækisins í Grindavík verið lokað og öllu starfsfólki verið sagt upp,
Skrifstofa Þorbjarnar var um tíma færð til Kópavogs, en er kominn aftur til Grindavíkur
og hefur skrifstofuhúsnæði sem fyrirtækið hafði í Kópavogi verið sagt upp.
Sömuleiðis þá hefur línubátnum Valdimar GK verið lagt, og eftir standa þá fjögur skip.
Togarinn Sturla GK. og frystitogararnir Tómas Þorvaldsson GK og Hrafn Sveinbjarnarsson GK,
Núna hefur stjórn Þorbjarnar ákveðið að skipta fyrirtækinu upp jafn á milli barna Eirkís, Gunnars og Gerðar.
og verða stofnum þrjú fyrirtæki.
3 skip, 3 fyrirtæki
skiptin verða þannig að afkomendur Gerðar Sigríðar Tómasdóttur munu gera út Sturlu GK
Afkomendur Gunnars Tómassonar munu gera út Hrafn Sveinbjarnarson GK
Afkomendur Eiríks Tómasonar munu gera út Tómas Þorvaldsson GK,
Tómas Þorvaldsson var einn af þremur sjómönnum í Grindavík sem stofnaði fyrirtækið Þorbjörn árið 1953
Miðað við kvótaúthlutun núna þá er kvótastaðan hjá skipunum eftirfarandi
Sturla GK með 5068 tonna miðað við þorskígildi.
Hrafn Sveinbjarnarson GK með 6147 tonna kvóta miðað við þorskígildi
Tómas Þorvaldsson GK með 6138 tonna kvóta miðað við Þorskígildi
Hulda Björnsdóttir GK
þegar að Tómas Þorvaldsson stofnaði fyrirtækið árið 1953 þá var hann giftur Huldu Björnsdóttir, en hún lést árið 2008.
fyrirtækið hefur verið með í smíðum á Spáni togara, 58 metra langan og um 14 metra breiðan.
þessi togari hefur fengið nafnið Hulda Björnsdóttir GK.
Hvað verður um togarann?.
Nokkrir hafa sýnt togaranum áhuga varðandi að kaupa hann, en ekkert er staðfest með hvað verður gert við togarann.
Sturla GK mynd Vigfús Markússon
Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér
Gísli Reynisson. sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reyniss