Örfirisey RE með mettúr í Barentshafið.

 

Það er orðið árvisst að nokkrir frystitogarar fara á þessum tíma á hverju ári í Barentshafið og þau skip sem þangað hafa farið hafa iðulega gert mjög svo góða túra.


Hérna á Aflafrettir.is þá hefur verið greint frá ansi góðum túrum hjá Arnari HU og Sólborgu RE.


Togarinn Örfirisey RE hefur undanfarin ár verið einn af þeim togurum sem hafa farið í Barentshafið, og núna í ár þá fer togarinn tvo túra þarna uppeftir.


Örfirisey RE kom til Vopnafjarðar um 25 mars og var þá með alls 1111 tonna afla og af því þá var þorskur um 945 tonn.


Arnar H Ævarsson var með skipið í þessum túr og sagði hann í samtali við Aflafrettir.is að veiðarnar voru mjög gloppóttar. 

 Leiðinda veður var á þeim í túrnum og þegar að brælur voru þá hrundi veiðin alveg niður í 100 kg á klukkutímann.


Síðustu þrjá daganna voru miklar brælur og leituðu þeir vars inná Fuglafirði fram að heimferð.

Enginn vertíðarbragur á veiðunum, bara svona þokkalegt kropp.


Mikið var um Rússneska togara þarna á miðunum enn rússar hafa verið duglegir í að kaupa meðal annars frystitogara frá Íslandi, t.d gamla Baldvin Njálsson GK

og síðan tvo togara sem voru mjög mikil aflaskip í Barentshafinu á sínum tíma. Þerney RE og Þór HF sem stálskip gerði út.


Alls var túrinn 38 dagar og hafa ber í huga að sigling fram og til baka tekur samtals um 8 daga og því má segja að veiðidagarnir hafi verið um 30, og það gerir um 37 tonn á dag. 

 Sem er svipað og aflinn var hjá Sólborgu RE.


Nokkra Athygli að Örfirisey RE landaði á Vopnafirði. Togaraútgerð var stundum frá Vopnafirði af nokkrum dugnaði þegar að Tangi HF var þar rekinn 

og togarinn Brettingur NS gerði þaðan út í hátt í 20 ár, sem og minni togari sem hét Eyvindur Vopni NS.


Að sögn Arnars þá sparast hátt í 2 sólarhringar með því að landa á Vopnafirði miðað við að þurfa að sigla alla leið til Reykjavíkur og svo þaðan á miðin aftur.


Örfirisey RE hefur áður landað á Vopnafirði því togarinn landaði þar í apríl árið 2020, og var þá með einn mesta afla sem að skipið hefur komið með í einni ferð eða 1540 tonn.

Allur aflinn sem var landaður á Vopnafirði fór síðan í frystiskip og beint erlendis.


Þessi afli 1111 tonn, ansi skemmtileg tala er ekki mesti afli sem að Örfirisey RE hefur komið með í land, aftur á móti þá var aflaverðmætið það allra mesta sem skipið hefur komið með frá

upphafi, því aflaverðmætið var alls 624 milljónir króna og áhöfn togarans sem var 27 gátu verið vel sáttir með launin sín.


Hafa ber í huga að svona góðum árangri næst einungis með góðri og samhentri áhöfn.


Meðalverðið úr þessum túr var því um 562 krónur sem er feikilega gott meðalverð.


Á Vopnafirði þá var skipt um áhöfn á skipinu og tók Ævar Smári Jóhansson við skipinu, og næsti túr verður líka í Barentshafið



Það má bæta við að risatúrinn árið 2020, uppá 1540 tonn að ef við myndum nota sama meðalverð og Örfirisey RE fékk fyrir túrinn sinn núna 2022


að þá hefði aflaverðmætið úr þessum 1540 tonna túr árið 2020 verið 866 milljónir króna


Örfrisey RE mynd Arnar H Ævarsson