Örfirsey RE . Fullfermi og allir brosa, en svo enn eitt stoppið
Það má segja að allt hafi gengið á afturfótunum hjá áhöfninni á Örfirsey RE. togarinn bilaði mjög illa í október lok árið 2017 og var frá veiðum alveg fram í miðjan janúar þegar að skipið komst loksins aftur á veiðar
,,Eftir að Örfirisey lét úr höfn síðasta föstudag var, eins og í sambærilegum tilfellum, fylgst vel með þeim búnaði sem gert hafði verið við og var ekki neitt athugavert að sjá. Á laugardagsmorgun varð síðan vart við mikinn hita í tímagírnum og var um leið drepið á aðalvél. Við skoðun kom í ljós að bilunin var sú sama og hafði valdið síðasta tjóni, þ.e.a.s. að lega á millitannhjóli var úrbrædd.”
Herbert segir að skipið hafi þá verið statt um 30 sjómílur norður af Hammerfest í Noregi og hafi Kleifabergið verið fengið til að draga skipð upp að landi þar sem dráttabátur tók við því og fór með það til hafnar í Hammerfest.
,,Þegar farið var að taka búnaðinn í sundur kom í ljós að orsakavaldurinn núna er bilun í þrýstilegu á kambásnum. Bilunin veldur því að ásinn getur færst langsum í vélinni og valdið óeðlilegri þvingun á tannhjólin í tímagírnum. Verið er að vinna í að meta tjónið en talið er að skipta þurfi um kambás ásamt öllum tannhjólum, legum og öxlum í tímagír,” segir Herbert Bjarnason.
Það má geta þess að togarinn bilaði þann 19.febrúar og núna 26.febrúar er togarinn ennþá við bryggju í Noregi bilaður,
Örfirsey RE mynd Frode Adolfsen