Þorgeir Guðmundsson Látinn..2017
Í þessi 10 ár sem ég hef rekið AFlafrettir.is þá hefur aldrei birst hérna minningargrein.
Nú verður brotinn Ísinn í því,
Mér bárust ansi sorglegar fréttir fyrir um viku síðan þegar ég frétti það að frændi minn og félagi Þorgeir Guðmundsson eða Geiri eins og hann var kallaður væri látinn,
Þetta var mikið áfall fyrir mig að heyra því það var svo stutt síðan ég hitti hann. og það kom ekkert annað til greina enn að skrifa um hann hérna á Aflafrettir því að í raun má segja að hann sé kanski faðir Aflafretta.
Kynni mín af Geira hófust þegar ég var mjög ungur að árum. Geiri átti ásamt bróður sínum Ómari bátinn Hlýra GK 305 og Geiri kom ansi oft heim á Bjarmalandið með fisk hans okkur og mamma tók hann og flakaði og eldaði. Ég gladdist alltaf þegar Geiri komi í heimsókn og horfði alltaf þeim vonaraugum á að ég gæti farið á sjóinn líka.
Og það rættist þegar ég var 13 ára þá fór ég í handfæraróður með þeim bræðum á Hlýra GK. var reyndar smá sjóveikur enn vildi nú ekki vera minni maður enn þeir bræður og reyndi að harka það af mér. Hlýri GK var alltaf eins og mubla í höndunum á þeim tveim og gerðu þeir Hlýra GK út í rúm 20 ár.
ÉG sagði að ofan að það má segja að Geiri sé nokkurn veginn faðir aflafrétta. það var nefnilega þannig að um þetta leyti þegar ég var 12 ára þá byrjaði ég að hanga niður á bryggju í Sandgerði og fylgdist alltaf með Hlýra GK og spurði alltaf þá hvað þeir voru að fiska mikið. og reyndar spurði ég alla sjómennina á öllum bátum af þessari spurningu. þetta vatt síðan uppá sig í miklu ævintýri sem endaði á AFlafrettir,
Ég vann seinna meir mikið með Geira þegar að Geiri var að vinna hjá föður mínum í rafmagni í Sandgerði enn pabbi átti Rafverk í Sandgerði. Geiri var þannig maður að það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur. alltaf vann hann öll sin verk af mikilli þolinmæði og var gríðarlega vandvirkur.
Seinna meir þá kaupir Geiri lítinn plastbát sem fékk nafnið Eyja GK. ( Eyja er nafn sem að móður Geira var kölluð. Hún var systur Sigríðar sigurðardóttur sem var mamma mömmu minnar).
Samhliða því þá var Geiri að beita fyrir Dóra sem á STellu GK og Guðrúnu Petrínu GK,
Það er ákaflega sorglegt að horfa á eftir þessum mikla meistara. Geiri var þannig maður að hann gat látið mann brosa sama hvernig manni leið. hann horfði alltaf jákvæðum augum á hlutina.
Alltaf þegar ég hitti Geira þá vildi hann alltaf fá að vita hvernig ég hefði það og þótt maður væri dapur og leiður þegar maður hitti hann þá gat hann alltaf stappað í manni stálinu og hvatt mann til þess að halda áfram í þeirri hugsun sem ég vildi gera. og Aflafrettir eru stór hluti af þvi.
Geiri hittir nú bræður sína sem fórust með Báru VE sem fórst árið 1981, þeir Bjarni og Jóel.
Það er með sorg í hjarta að maður kveður þennan frábæra mann. Þegar minn tími kemur þá hittumst við aftur .
Miklar samúðarkveðjur til fjölskyldu Geira.
Kveðja
Gísli Reynisson
Hlýri GK mynd Snorri Snorrason
Eyja GK Mynd Jóhann RAgnarsson