Þórir SF humarkóngur árið 2017
Þá er humarvertíðinni árið 2ö17 endanlega lokið.
Þórir SF var aflahæstur bátanna með 203,3 tonní 39 róðrum og er því humarkóngur árið 2017.
Þótt að Þórir SF hafi náð yfir 200 tonnin sem er nú ansi gott þá var þessi humarvertíð 2017 var aflaminnsta humarvertíðin í nokkur ár.
Veiðin var meiri á bát núna enn undanfarnar tvær vertíðir eins og sést hérna að neðan, enn bátunum hefur fækkað mikið og hefur það áhrif á heildarveiðina.
skoðum síðustu tvær humarvertíðir
árið 2015 þá var aflinn 1452 tonn miðað við heilan humar og voru þá bátarnir alls 15 talsins.
árið 2016 þá var aflinn 1397 tonn miðað við heilan humar og voru þá bátarnir alls 11.
og núna í árið 2017 þá var aflinn 1189 tonn og bátarnir voru aðeins 9.
Ef þetta er reiknað á bát þá er þetta svona
árið 2015 97 tonn á bát
2016 127 tonn á bát
2017 132 tonn á bát.
Þórir SF mynd Siddi Árni