Þorlákur ÍS einn í heiminum!!,2016
Loksins kom snjórin hérna sunnanlands og þá er nú aðeins jólalegra um að lítast. Enda eru allir íslenskir sjómenn í verkfalli núna, að undanskildnum sjómönnum á smábátunum.
eða bíðum nú aðeins við. eru allir íslenskir sjómenn í verkfalli??.
nei ekki alveg. þvi vestur á Bolungarvík er báturinn Þorlákur ÍS og þar um borð hafa eigendur af bátnum verið að róa en það er þannig samkvæmt reglum að eigendur báta mega taka að sér svo til öll störf um borð í báti á meðan að verkfalli stendur. Um borð í Þorláki hafa eigendur af fyrirtækinu Snurvoð ehf verið að róa á bátnum enn þeir eru þrír talsins.
Þorlákur ÍS er því eini íslenski báturinn sem er að róa núna og var til dæmis á sjó núna í dag 21 desember. kom til Bolungarvíkur í hádegisbilinu.
hafði þar á undan komið með um 15 tonn í land 19 des og um 12 tonn í 17 desember.
því má segja að Þorlákur ÍS sé einn í heimunum.... og enginn bankaði!!
Þorlákur ÍS mynd Karl Bachmann Lúðvíksson