Örn GK seldur til Bolungarvíkur,2017

Útgerðarfélagið Sólbakki ehf í Keflavík gerði út  síðan 1999 dragnótabátinn Örn KE sem síðan var breytt yfir í GK.  báturinn var seldur til Stakkavíkur í fyrra og stóð til að gera hann út að einhvejru leyti.  

það var nú reyndar gert að einhvejru leyti.  Á bátnum hefur verið mjög stór og mikil kvóti eða yfir eitt þúsund tonn í þorskígildum og Stakkavík tók hluta af þeim kvóta þegar fyrirtækið keypti bátinn af Sólbakka.

Núna hefur Örn GK verið seldur til Bolungarvíkur og kaupandi er útgerðarfélagið Mýrarholt ehf sem hefur gert út bátinn Ásdísi ÍS með góðum árangri undanfarið ár.  

Að sögn Einars Guðmundssonar þá mun afhending fara fram fljótlega og mun þá báturinn fara í slipp þar sem að hann verður málaður og merktur uppá nýtt.  Veiðarfærin munu fylgja með bátnum. 
Örn GK er sérsmíðaður sem dragnótabátur og hefur alltaf stundið þær veiðar.  
Þó hægt sé að stunda á honum togveiðar og mun hugsanlega nýr eigandi af honum fara með hann á rækjuveiðar
Á bátnum er núna um 940 tonna kvóti og mun Mýrarholt frá hluta af þeim kvóta með kaupunum.

Við sölu þessa þá hættir Karl Ólafsson skipstjóri á bátnum enn hann hefur verið skipstjóri á Erni GK síðan báturinn var smíðaður og var þar á undan skipstjóri á Haferni KE  sem var báturinn sem Sólbakki Ehf átti þegar að núverandi Örn GK kom og leysti Haförn KE af.  Haförn KE var eikarbátur smíðaður á Akureyri. 

Örn GK  

Myndir Gísli Reynisson