Örn KE 13 árið 2001
Það er glatt á hjalla hjá sjómönnum hjá uppsjávarskipunum núna, því að framundan er ansi stór loðnuvertíð,
og þessi vertíð verður nokkuð sérstök því að ansi mikill hluti af aflanum verður veiddur í troll, eins og er gert núna í desember.
frá því að loðna var fyrst veitt hérna við ísland fyrir tæpum 60 árum síðan þá hefur nótin verið aðalveiðarfærið.
skipin hafa reyndar stækkað gríðarlega og fullfermi hjá stærstu skipunum er vel yfir 3000 tonn.
Förum 20 ár aftur
Við skulum aðeins fara í smá ferðalag aftur í tímann enn þó ekki langt, förum bara 20 ár aftur í tímann,
þá voru ennþá til verksmiðjur t.d í Sandgerði, Grindavík, Djúpivogi, Bolungarvík og Raufarhöfn sem tóku á móti loðnu
og þá voru líka einstaklingsútgerðir sem áttu sinn bát og loðnukvóta og lönduðu þá svo til þar sem næst var að sigla af miðunum,
Örn KE 13
Einn af þeim bátum sem mátti segja að falli undir einstaklingsútgerðir eða minni útgerðir var loðnubáturinn Örn KE 13.
Þessi bátur var smíðaður árið 1966 og hét fyrst Örn RE, enn var síðan seldur til Keflavíkur og hélt nafninu sínu enn fékk KE 13.
Undir þessi nafni Örn KE 13 þá tók báturinn ansi miklum breytingum og árið 1996 þá var allt smíðað nýtt framan við brúnna á bátnum
og var ansi furðulegt að sjá hvernig hann leit þá út.
1997
og í september árið 1997 þá báturinn þá fór báturinn í sína síðustu enn jafnframt dýrustu breytingu
stærstu breytingu, því þá var smíðaður nýr skutur á bátinn, ný brú og sett ný og stærri vél í bátinn, 3000 hestafla vél í staðinn fyrir 1450
hestafla vél sem var í bátnum.
árið 2001,
árið 2001 þá var báturinn að mestu á loðnuveiðum og gekk ansi vel,
lítum aðeins á það.
Janúar
Loðnuvertíð Örn KE byrjaði um miðjan janúar og fyrsta loðnulöndun bátsins það ár var 1093 tonn á Djúpavogi
alls landaði báturinn í janúar 4220 tonnum í 5 löndunum og var því öllu landað fyrir austan.
Febrúar
í Febrúar þá voru ekki margar landanir aðeins 7 og aflinn 6542 tonn , að mestu landað á Djúpavogi,
Mars
mars mánuður var ansi stór því þá var aflinn 12638 tonn í 12 löndunum og mestu landað á Djúpavogi, enn líka í Helguvík,
Örn KE stundaði loðnuveiðar um sumarið og gekk nokkuð vel,
byrjaði í enda júní og var á loðnu fram í lok júlí,
landaði alls 6943 tonn í 8 róðrum og var mestu landað í Bolungarvík.
alls var því loðnuaflinn hjá Örn KE árið 2001 samtals rúm 30 þúsund tonn,
enn heildaraflinn hjá bátnum var alls rúm 39 þúsund tonn, restin var síld sem var veidd um haustið 2001 og fyrstu tvær
landanir í janúar voru síld samtals 1800 tonn,
Örn KE mynd Þór Jónsson