Þórsnes SH að landa í Stykkishólmi,,2018
Það eru ekki margir netabátar sem eru að róa og landa frá Stykkishólmi.
eini báturinn þar og sá stærsti á Snæfellsnesinu er Þórsnes SH.
Þeir komu í land í gær með um 30 tonn af fiski mest þorski og Hafþór Benediktsson vörubílstjóri var mættur þar til að aka fiskinum í fiskvinnsluhús í bænum. sendi hann Aflafrettir nokkrar myndir,
og Aflafrettir minna á að lesendur geta sent myndir af hinu og þessu sem tengist sjómennsku á gisli@aflafrettir.is eða á facebook síðu aflafretta.
Myndir Hafþór Benediktsson