Þórsnes SH komið úr sinni fyrstu veiðiferð,,2017
Eins og greint var frá hérna á síðunni fyrst fyrir rúmu einu ári síðan, að þá var verið að kaupa nýjan bát í staðin fyrir Þórsnes SH sem var búinn að þjóna hlutverki sínu í hátt í 50 ár.
Nýja Þórsnesið SH kom til landsins snemma sumars og strax var hafin undirbúningur á því að láta bátinn fara á grálúðuveiðar á net.
og já og núna er báturinn búinn að landa afla úr sinni fyrstu veiðiferð á grálúðu í net.
Aflinn er frystur um borð og kom Þórsnes SH til Akureyrar núna fyrir nokkrum dögum síðan og var alls með 105,3 tonn um borð. af þeim afla þá var grálúða 103,1 tonn. Þorskur var 1,9 tonn,
Kvótinn kemur allur frá gamla Þórsnesinu SH enn á þeim báti var um 203 tonna grálúðukvóti.
þetta þýðir að núna eru fjórir stórir netabátar á þessum veiðum. Erling KE og Kap II VE sem eru að veiða í ís. og Kristrún RE og Þórsnes SH sem eru að frysta,
Þórsnes SH Mynd Óskar Franz Óskarsson