Þorsteinn Gíslason GK 2. ,1984

hérna er smá innlit inní Grindavík og lítið á 2 báta sem báðir lönduðu  báðir hjá sömu fiskvinnslu í Grindavík


þessi fiskvinnsla hét Mölvík,

Þessir bátar hétu Þorsteinn Gíslason GK og Sigrún GK,

Hérna skal litið á Þorsein  Gíslason GK

Þessi bátur var mjög þekktur í Grindavík og átti sér  mjög langa sögu þar og reyndar er báturinn ennþá til 

en hann liggur í höfninni í Hafnarfirði og hefur gert það undanfarin ár og heitir þar Jökull SK.

Vertíðin 1984 í það minnsta frá Grindavík var ekkert sérstök og vertíðarafli bátsins var einungis 349,7 tonn í 71 róðri eða 4,9 tonn í róðri,

mjög gott veður var allan marsmánuð og náði báturinn að fara í 26 róðra , enn aflinn.  

já þið sjáið það hérna.

Heildaraflinn um 117 tonní 26 róðrum eða 4,5 tonní róðri.   kanski ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir enn þeir sóttu allavega fast sjóinn
Dagur afli
1 5.1
2 2.9
3 3.5
5 1.2
6 4.2
7 3.8
8 3.7
9 5.3
10 0.9
12 8.2
13 2.6
14 5.0
15 8.5
16 5.2
17 3.5
19 5.6
20 1.6
21 5.2
22 4.4
23 4.6
24 6.0
26 9.9
27 6.9
28 2.1
29 2.9
31 5.4

Eins og sést að ofan þá var stærsti róðurinn 10 tonn


Þorsteinn Gíslason GK mynd gunnar h.jónsson

og síðan þetta fyrir þá sem vilja styðja við bakið á söfnunni kt:200875-3709    0142-05-1072