Þórunn SVeinsdóttir VE með metlöndun

nafnið Þórunn Sveinsdóttir VE er nafn sem allir þekkja.  þetta nafn var á vertíðarbáti sem meðal annars setti íslandsmet 


í mestum vertíðarafla árið 1989 þegar að báturinn landaði 1917 tonn á vertíðinni,  það met var reyndar slegið núna á vertíðinni 2020  þegar að Bárður SH

aflaði meira,

Siðustu ár þá hefur þetta nafn verið á togara sem hefur verið gerður út frá Vestmannaeyjum síðan árið 2010.

fyrir rúmu ári síðan þá var togarinn lengdur um 6,6 metra og það hefur heldur betur skilað sér í að hægt sé að koma meiri afla um borð í togarann,

núna nýverið þá kom nefnilega Þórunn Sveinsdóttir VE með einn mesta afla sem togarinn hefur komið með í land í einni löndun,

Togarinn kom til Vestmannaeyja með 203,1 tonn eftir 6 daga á veiðum eða 34 tonn á dag.

aflinn hjá togaranum var nokkuð blandaði, mest var af ufsa 92 tonn,  67 tonn af þorski, 19 tonn af ýsu og síðan 9,3 tonn af karfa

Er þetta í fyrsta skipti sem að togarinn kemst yfir 200 tonn í löndun í einni sjóferð.

það má bæta við að 

aður var togarinn svokallaður 4 mílna togari enn eftir breytingar þá færist hann út fyrir 12 mílurnar eins og flestir togaranna eru sem eru lengri enn 40 metrar


Þórunn Sveinsdóttir VE mynd Vigfús Markússon




'