Óska eftir báti til kaups!,,2017
Aflafrettir fara víða.
það hafði samband við mig maður sem býr í Danmörku og hann er búinn að fylgjast með síðunni í ansi mörg ár.
hann var að óska eftir því hvort einhver hérna hefði 15 tonna plastbát til sölu. hann hafði hugsað sér að kaupa einn bát og nota hann til veiða í Danmörku eða Færeyjum. hafði hann hugsað sér að vera með línubeitningavél og er þá helst að leita að yfirbyggðum báti.
Maðurinn heitir Edward Winther og býr í Hirthals í Danmörku og er núna stýrimaður á Asbjorn HG 265.
til þess að ná sambandi við hann þá má fara inná facebook síðu hans eða þá
senda póst á gisli@aflafrettir.is og ég kem ykkur í samband við hann
Set hérna inn eina mynd svo þetta sé ekki myndalaus pistill
Narfi SU