Óslægt og slægt. 430 skipti yfir 200 tonn,2016

Fyrir nokkrum dögum síðan þá skrifaði ég smá pistil hérna á síðunni um togarann Bjart NK sem er farinn,

og þá birti ég aflatölur sem reyndust ekki vera þær sömu og hafði verið birt inná síðunni hjá Síldarvinnslunni,


Ég fékk í kjölfarið nokkrar fyrirspurnir um aflatölunrar sem ég var að birta,

langar aðeins að útskýra það,

í dag þá eru allar aflatölur sem eru birtar inní gagnagrunni Fiskistofu ÓSLÆGT.  og allar aflatölur sem birtast því hérna á Aflafrettir.is eru því óslægt.

þetta eru þá aflatölur sem búið er að uppreikna því svo til allur íslenski flotinn landar aflanum sínum slægðum

á árunum frá sirka 1940 og vel fram að 1990 þá var þetta iðuelga þannig að yfir vetrarvertíðina þá var mest allur þorskur sem veiddur var í netin að honum var landað óslægt.  

togararnri aftur á móti héldu sig að mestu við að landa slægðum afla en í miklu moki þá var líka landað óslægðu,
 til þess að hafa samanburðin réttan miðað við árin núna eftir aldamótin þá hef ég alltaf notað þá aðferð að uppreikna allar aflatölur sem eru slægðar og er ég búin að þróa mjög gott kerfi til þess að reikna það upp, eftir fisktegundum og árum,

og já tölunrar sem við sáum um Bjart NK voru ansi háar, sérstaklega einn mánuðrinn þegar að Bjartur NK landaði um 930 tonnum á einum mánuði.

og af því ég er að skrifa um þetta þá langar mér að sýna ykkur smá aflatölur um togara árið 1981 eða réttara sagt einstaka landanir þeirra,


430 skipti yfir 200 tonn
sem dæmi þá árið 1981 þá komust togarnir þá alls í 430 skipti  yfir 200 tonnin í löndun og nokkrir af þeim komust yfir 300 tonnin  í löndun og enn aðrir náðu aðkomast yfir 400 tonnin í löndun,enn voru það þá helst stóru togarnir,

við skulum líta á nokkrar landanir hjá togurunum

Hérna skulum við skoða togara sem flokkuðust sem minni togarar enn þá var miðað við togara sem voru minni enn 500 brt
Vestmannaey VE kom með 246 tonn í land 19 maí eftir 6 daga túr eða 41 tonn á dag

Togarinn gerði þó heldur betur í næsta túr, því á þeir komu með skipið gjörsamlega drekkhlaðið með 301,4 tonn  eftir viku á veiðum eða 43 tonn á dag,

Bjarni Herjólfsson ÁR komst ansi oft yfir 200 tonnin, t.d 15 apríl með 201 tonn og svo 250 tonn 25 apríl

Ólafur Jónsson GK sem var systurskip Bjarna kom með 221 tonn 7 júlí.
Már SH frá Ólafsvík kom með ansi stórar landanir.  t.d 24 júlí 246 tonn eftir 8 daga túr
og kom svo 5 ágúst með 308 tonn í land

Arnar HU kom með 271 tonn í land 4 maí



Sigurbjörg ÓF mynd ljósmyndari ókunnur

Sigurbjörg ÓF átti margar risalandanir,
t.d 14 apríl 297 tonna löndun
og svo 27 apríl ennþá stærri löndun eða 355 tonna löndun
og aftur 25 maí með 323 tonna löndun

tvær 300 tonna landanir dugðu Sigurbjörgu ÓF ekki
því 22 júní kom togarinn með 302 tonn
og 20 júlí 307 tonn í landi


Hérna eru stærri togarnir sem voru stærri enn 500 brt
Vigri RE kom með ansi margar stórar landanir enn 6 maí kom togarinn með 439 tonn í land í einni löndun
Ögri RE sem var stysturskip Vigra RE kom líka með ansi stórar landanir.  11 maí með 322 tonn og 28 apríl með 435 tonn

og á Akureyri
Harðbakur EA kom með ansi margar 300 tonna landanir
t.d 13 júlí.  313 tonn
21 júlí 351 tonn í eftir 8 daga á veiðum eða 43 tonn á dag
24 ágúst 363 tonna löndun



Kaldbakur EA Mynd Sigurður Rögnvaldsson



Kaldbakur EA átti líka risalandanir
t.d 25 maí.  394 tonna
11 maí 396 tonn

og svo í apríl 
13 apríl 423 tonn í einni löndun
27 apríl önnur risalöndun  431 tonn

svo kom ein til viðbótar í ágúst 423 tonna löndun

svona rosalegar aflatölur sjást ekki í dag