Ótrúleg vertíðarsaga Brimnes BA árið 1967

á árunum fyrir 1970 þá hefur örugglega verið gaman að vera sjómaður á íslandi.  síldinn á fullu fram til ársins 1966 og þá tóku loðnuveiðarnar við reyndar í litlum stíl

og vetrarvertíðirnar voru mjög góðar þessi ár.

Á vestfjörðum þá var stunduð þar mikil sjósókn og þar voru þeir bátar sem voru alla vertíðina á línuveiðum.  

Vertíðin 1967
Vetrarvertíðin 1967 var æði góð hjá bæði línu og netabátunum enn þó var þarna sérstaklega einn bátur sem vakti hvað mesta athygli í apríl árið 1967.  svo eftir var tekið og jafnvel í daga þykur árangur bátsins ennþá eftirtektarverður.

Brimnes BA er nafn sem Patreksfirðingar kannast mjög vel við.  nokkrir bátar hafa heitið þessu nafni og núna árið 2015 er bátur gerður út sem heitir þessu nafni.

Árið 1967 þá var Brimnes BA gert út frá Patreksfirði enn reyndar var báturinn skráður undir nafninu Brimnes RE 407 á vertíðinni enn það breyttist í Brimnes BA um sumarið.

minnsti línubáturinn
Brimnes BA var þá aðeins 34 lesta bátur og réri með 42 bala.

Skipstjóri var á bátnum Magnús Kristján Guðmundsson og er Magnús komin yfir 80 ára aldurinn enn við hestaheilsu og man hann vel eftir þessari vertíð 1967.

Janúar
Vertíðin byrjaði hjá Brimnesi BA í janúar frekar rólega þar sem að báturinn landaði 23 tonnum í 4 róðrum .
aðrir línubátar frá Vestfjörðum sem þá voru allir mun stærri enn Brimnes BA voru þá t.d Stefnir ÍS sem var með 75 tonn í1 6
Guðný ÍS 133 tonn í 18 róðrum 
Sif ÍS 125 tonn í 17
Víkingur II ÍS 125 tonn í 17
og Heiðrún ÍI ÍS 92 tonní 15.


Febrúar
Í febrúar þá jókst veiðin aðeins og litli Brimnes BA landað 51 tonn í 10 róðrum
aðrir bátar voru þá t.d með 
Stefnir ÍS 51 tonn í 9
Guðný ÍS 82 tonn í 14
Sif ÍS 59 tonn í 10
Víkingur II ÍS 71 tonn í 13

Þennan mánuð þá var Glaður KE aflahæstur allra línubáta á landinu með 115 tonn í 25 róðrum og Guðbjartur Kristján ÍS kom þar á eftir með 96 tonn í 14 og þar með hæstur línubátanna á vestfjörðum,

MArs
ÞEgar komið var fram í mars þá var línuveiðin farin að aukast enn samhliða þá fækkaði bátunum því margir fóru á netaveiðar

Brimnes BA átti fínan mánuð landaði 105 tonnum í 16 róðrum eða 7,1 tonn í róðri, og var báturinn fjórði hæsti línubáturinn á vestfjörðum.

Var nú Brimnes BA ekki langt frá Sif ÍS sem var hæstur með 137 tonn í 13 róðrum .  
enn hafa ber í huga að Sif  ÍS var helmingi stærri bátur enn Brimnes BA
Heiðrún II ÍS var með 134 tonn í 13
Guðný ÍS 121 tonn í 13


Ótrúlegur apríl mánuður
Enn svo kom apríl.  og já hann var rosalegur.  línubátarnir lentu nefnilega í mok steinbítsveiði og var mesta mokið suður á Látraröst og nutu BA bátarnir þess vel og þar með talið Brimnes BA. 


Magnús skipstjóri á Brimnesi BA ásamt áhöfn sinni var lítið að spá í því að þeir væru að róa á minnsta bátnum og öttu kappi við báta sem voru mun stærri enn  Brimnes BA.  Þegar að Apríl mánuði var lokið þá var Guðný ÍS með 307 tonna afla í 24 róðrum eða 12,8 tonn í róðri
Sif ÍS var með 296 tonn í 23 róðrum eða 12,9 tonn í róðri

Heiðrún II ÍS 281 tonn í 23 róðrum eða 12,2 tonn í róðri,

Allt eru þetta rosalega háar aflatölur enn já þetta eru háar tölur enn það stoppaði ekki Brimnes BA þennan 36 tonna bát
því að þeim tókst það ótrúlega að verða aflahæstir allra línubáta á landinu í apríl
Heildarinn í apríl hjá Brimnes BA var 313 tonn í 20 róðrum 

þetta er rosalegur afli og ekki nóg með það því að meðalaflinn hjá þessum litla línubáti var 15,6 tonn í róðri sem er algjöt mok.
báturinn réri með 42 bala og er þetta því um 372 kíló á bala 
stærsta lönduninn hjá Brimnesi BA var 19,8 tonn eða 471 kíló á bala,

ótrúlegur afli svo ekki sé meira sagt.


Þetta er ekki búið

Enn bíðum nú við.

þetta er ekki búið,

Vetrarvertíðin er til 11 maí og jú það stefndi í að Sif ÍS væri orðin aflahæstur línubátanna og landaði Sif ÍS 124 tonn í 11 róðrum þessa daga til 11 maí sem er ansi gott
Hrönn ÍS var með 120 tonn í 11 róðrum 
Heiðrún II ÍS 102 tonní 9 róðrum 

Fyrst að litli línubáturinn frá Patreksfirði gat strítt stóru línubátunum í apríl þá var ekkert því til fyrirstöðu að taka toppinn aftur,

því að Brimnes BA landaði 128 tonnum í 11 róðrum til lokadags sem er 11,6 tonn í róðri.  Stærsti róður 17,5 tonn.

Magnús og menn hans á Brimnesi BA gátu vel við unað eftir þessa góðu vertíð og þá sérstaklega apríl og maí og endaði báturinn fimmti aflahæsti línubáturinn á vestfjörðum þar sem að Sif ÍS var hæstur.

Það má geta þess að Magnús dóttursonur Magnúsar skipstjóra á Brimnesi BA .  Að hann er núna skipstjóri á Kópi BA og því ekki amalegt að hafa afa sem getur miðlað af þekkingu sinni til hins unga skipstjóra á Kópi BA, enn Magnús skipstjóri á Kópi BA er fæddur árið 1981.


Brimnes KE áður Brimnes RE og Brimnes BA Mynd EMil Páll


Að lokum vil síðuritari færa Magnúsi skipstjóra á Brimnesi BA kærar kveðjur .