Ótrúlegar tölur um litla bátinn Þingey ÞH 51

Það er lítið fyrir rækjuveiðunum núna árið 2020, fáir bátar á veiðum og ef horft er á innanfjarðarrækjuveiðarnar 


þá eru þær einungis í Arnarfirðinum og ÍSafjarðardjúpinu.

Fyrir síðustu aldamót þá var mjög miklu magni af rækju landað víða um landið og árin 1994 ig 1995 voru metár í rækjuveiðum við ÍSland

Mikil rækjuveiði 94 og 95
árið 1994 var landað tæp 64 þúsund tonnum af rækju og árið 1995 var landað 66 þúsund tonnum af rækju.

Þá var t.d leyft að veiða rækju í Skjálfanda og voru þá ansi margir bátar að landa afla á Kópsskeri 

Einn af þeim bátum sem voru að landa þar er ennþá til árið 2020 og heitir Sólfaxi SK

en árið 1995 þá hét þessi bátur Þingey ÞH og hann er ekki stór, aðeins 13,5 tonn af stærð og 12,6 metra langur.

100 tonn á mánuði

Núna árið 2020 þá telst það nú bara nokkuð góð veiði að ná 100 tonna rækjuafla á einum mánuði.

ef ég myndi segja ykkur að þessi litli bátur Þingey ÞH hefði náð því árið 1995 á einum mánuði að fiska yfir 100 tonn af rækju

er það hægt eða er ég að bulla ?.

jú það er nefnilega þannig að í apríl árið 1995 þá náði þessi litli bátur þeim ótrúlega afla að landa 106,2 tonnum af rækju í 21 róðri um 5 tonn í róðri.

Þetta er ótrúlega mikill afli á ekki stærri báti enn Þingey ÞH var og er

Hérna að neðan getið þið séð aflann per róður og eru þetta ótrúlegar tölur, og að báturinn hafi  náð 8,4 tonnum í eini löndun er lyginij líkast

Það má geta þess að daganna 20 til 30 apríl þá réri Þingey ÞH á hverjum einasta degi og landaði þá 60 tonnum í 10 rórðum 

Dagur Afli
3 3.0
4 6.3
6 5.0
7 4.9
8 6.3
9 4.1
10 3.7
11 3.4
14 6.3
15 2.9
20 2.1
21 5.8
22 5.7
23 6.7
24 6.5
25 5.8
26 7.1
27 4.6
28 8.4
29 4.9
30 2.4

Já þetta eru ótrúlegar tölur og munum að Þingey ÞH er aðeins  13,5 tonna bátur


Þingey ÞH Mynd Jóhann Ragnarsson