Ótrúlegur afli hjá Normu Mary. ,,2017
Það hefur stunduð verið sagt að ef Aflafrettir fjalla ekki um það, þá fjallar enginn um það. Hvað er þetta það sem skrifað er um. Jú mokveiði hjá togara,
Mikið líf á Dalvík
í sumar þá var mikið líf og fjör í Dalvík því að þá var þar að landa togarinn Norma Mary H-110. Norma Mary er í eigu Onward Fishing Ltd sem er fyrirtæki sem er staðsett í Aberdeen í Skotlandi. Samherji keypti fyrirtækið árið 1996 og því fyrirtækið dótturfyrirtæki Samherja. Norma Mary H-110 er skráð í heimahöfn í Hull á Bretlandi
Norma Mary var við veiðar á Dohrnbankanum inní Grænlensku lögsögunni um 10 mílur frá landhelgi íslands. Og lenti þar í svakalegri mokveiði,
Sigurður Ólafur Þorvarðarson skipstjóri var með skipið alla túranna og Aflafrettir slógu á þráðinn til hans. Þá var hann að sigla í land í Hönningsvog í Noregi með um 250 tonn af ísfiski.
Ótrúlegur afli á dag. yfir 100 tonn suma daga
Sigurður sagði að veiðin í sumar á Dohrnbankanum hafi verið algjör ævintýri. Togarinn var um sólarhring að sigla á miðinn frá Dalvík. Svo mikil veiði var að iðulega var það þannig í öllum túrunum að fyrsta daginn þá var iðulega hætt að veiða uppúr klukkan 1500, að meðaltali þá var togarinn að veiðum í um 3 til 4 daga og kom með til Dalvíkur um 300 tonn og þar uppúr.
Mesti afli á dag var 140 tonn á einum degi. Sigurður sagði að um borð væri 21 manna áhöfn og að mestu þá væri áhöfnin skipuð sjómönnum frá Bretlandi þótt að yfirmenn um borð væru Íslenskir. ( skipstjóri, stýrimaður, vélstjórar og vinnslustjóri. ) Sagði Sigurður að þessi rosalegi afli hefði ekki náðst nema með góðri og samhentri áhöfn.
Fiskurinn var allt þetta 5 til 6 kílóa þorskur sem allur fór til vinnslu á Dalvík og Akureyri.
Hvað fiskaði svo togarinn á þessum rúma mánuði sem togarinn var að landa á Dalvík,
jú alls 1815 tonn sem fékkst á aðeins 19 veiðidögum, eða 96 tonn á dag. Á milli túra þá var iðulega stoppað í um 1 dag, nema síðasta túrinn þá var stoppað í 2 daga á milli túra .
Alger metafli svo ekki sé meira sagt
Norma Mary Mynd Svanur Þór Valdimarsson