Ottó N Þorláksson VE 5, kominn á veiðar,,2018

Það er mikil endurnýjun búinn að vera í gangi hjá HB granda.  búið er að endurnýja alla ísfiskstogara fyrirtækisins, og hafa eldri togarar vikið fyrir þeim nýrri,


Skipin 
Ásbjörn RE var seldur erlendis og Engey RE tók við að honum,

Sturlaugur H Böðvarsson AK var lagt og er ennþá við bryggju og óljóst hvað verður um hann, og var Akurey AK sem tók við af honum,

Ottó N Þorláksson RE var síðastur til þess að hætta veiðum fyrir HB Granda og tók Viðey RE við af honum,

Ottó N Þorláksson RE var seldur til Vestmannaeyja og hélt þar nafni sínu, en varð Ottó N Þorláksson VE 5.  

 Til Vestmannaeyja
Ottó N Þorláksson VE 5 tók við af Suðurey ÞH og var kvótinn af Suðurey ÞH færður yfir á Ottó.  

Kvótinn sem var á Suðurey ÞH erum 2600 tonn og var hann færður fyrst yfir á Heimaey VE og hluti yfir á Dala Rafn VE.  Allt var síðan fært yfir á Ottó. 

Dala Rafn VE er með um 2700 tonna kvóta. 

Ottó N Þorláksson VE er mikið aflaskip og var á sínum tíma oft í slag við gamla Breka VE og Guðbjörgina ÍS um að vera aflahæsti togarinn álandinu.  aflatölur um togarann eru ansi magnaðar og ansi margar landanir yfir 200 tonn og jafnvel 250 tonn sem ég á í fórum mínum,

og jú togarinn hefur komist yfir 300 tonn í löndun,

Núna hefur togarinn hafið veiðar fyrir Isfélagið í Vestmannaeyjum og landaði í júlí um 186 tonnum í 2 löndunum og þar uppistaðan í þeim afla karfi,

Áður enn togarinn hóf veiðar fyrir Ísfélagið þá var skipt um lit á togaranum, úr bláa litnum sem HB grandi var með og yfir í rauða litinn sem að Ísfélagið er með.  


Ottó N Þorláksson VE mynd Björgvin Hlynsson


Ottó N Þorláksson RE mynd Anna Kristjánsdóttir