Óvænt ferðalag Tryggva Eðvarðs SH gerði góða hluti,2017

í  Fréttinni um risaferðalag hjá Guðbjörgu GK 


þá er Guðbjörg GK ekki eini báturinn sem er tómur á siglingu.  því að rétt á eftir honum er Indriði Kristins BA að koma frá Hólmavík og á undan þeim báðum er Tryggvi Eðvarðs SH.

Gylfi skipstjóri á Tryggva Eðvarðs SH fór nefnilega og flúði slæma veðurspá í breiðarfirðinum og silgdi alla leið til Hólmavíkur til þess að stunda línuveiðar þar.

á Hólmavík þá landaði Tryggvi Eðvarðs SH um 30 tonnum í fjórum róðrum.  róið var með 48 bala nema í fyrsta róðrinum þegar að aflinn var 7,3 tonn sem var fengið á 36 bala.   

Miðað við verð á markaði þá má reikna með að aflaverðmæti Tryggva Eðvarðs SH hafi verið um 9 milljónir króna þessa túra sem að báturinn gerði frá Hólmavík,

Með því að fara í þetta ferðalag til Hólmavíkur þá stakk Gylfi alla aðra báta af á listanum bátar að 15 BT í desember og er langaflahæstur með um 138 tonn og er um 37 tonnum meiri afla enn næsti bátur.

Núna þegar þetta er skrifað þá hefur báturinn verið á siglingu í um 12 klukkutíma og á eftir að sigla yfir breiðarfjörðin

Gylfi sagði í stuttu samtali við Aflafrettir að þetta ferðalag sitt á Hólmavík hafi borgað sig.  veiðin hafi verið fín og jú toppsætið tryggt.


Vil svo minna ykkur á lesendur góðir að fara inná Aflafrettir.com--- Trawlers og þar koma auglýsingar.  klikka á þær og þannig styðja AFlafrettir



Tryggvi Eðvarðs SH Mynd Vigfús Markússon