Pálína Ágústsdóttir GK seld ,2018
Fiskverkuninn K og G í Sandgerði keypti árið 2012 bátinn Pálínu Ágústdóttir GK og gerði bátinn út til um byrjun september. Gísli Ólafsson var skipstjóri á bátnum þegar hann var gerður út, og síðan færðist útgerð bátsins til Hríseyjar þegar að K og G opnaði fiskverkun þar og fékk byggðakvóta.
í framhaldinu af því þá keypti K og G togbátinn Sóley SH og skírði þann bát Pálínu Ágústdóttir EA. núna er K og G með alla sína fiskverkun í Hrísey, enn í húsnæðinu sem hýsti áður fiskverkun K og G í Sandgerði er núna kominn fiskverkun sem gerir út t.d Huldu HF og einn af eigendum af því fyrirtæki er Sigurður Aðalsteinsson sem er faðir Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns,
núna hefur plastbáturinn Pálina Ágústdóttir GK verið seldur og kaupandi er Skarfaklettur, enn fyrirtækið átti áður cleopötru bát sem hét Arney HU og var sá bátur síðan seldur til Noregs.
Skarfaklettur er eigandinn af bátnum enn Jakop Valgeir í Bolungarvík gerir út bátinn og lætur bátinn fá kvóta,
skipstjórinn á bátnum er líka frá Bolungarvík og var skipstjórinn meðal annars skipstjóri á Snjólfi ÍS þar í bænum,
Þennan dag sama dag og t.d Daddi GK og Gísli Súrsson komu í land þá var mokveiði hjá Arney BA og tvílandaði báturinn alls 15 tonnum. og þegar þessi mynd var tekin þá var aflinn um 7,5 tonn sem fékkst á 8 þúsund króka eða tæplega 18 bala, það gerir um 417 kíló á bala. báturin fór síðan strax út aftur og dró restina af línunni,
núna er báturinn kominn til Bolungarvíkur og hefur landað þar um 10 tonnum í 2 róðrum,
Mikil tenging við Sandgerði
Þess má geta að Sandgerði á ansi mikla tengingu í þessum báti,
fyrir það fyrsta þá var Pálína Ágústdóttir GK skráður í Sandgerði, Gísli Ólafsson er úr Sandgerði
og nafnið Arney var í mörg ár á miklum aflabáti sem hét Arney KE og var gerður út frá Sandgerði
Arney BA 158. Mynd Gísli Reynisson
Arney BA í Hafnarfirði. Mynd gísli Reynisson