Páll Helgi ÍS á dragnót í september 1997.
förum í smá ferðalag, og skoðum eitt sem vakti þónokkra athygli mína,
árið er 1997, og mánuðurinn er September.
þarna árið 1997 voru hátt í 60 bátar sem voru á dragnótaveiðum og þá meðal annars voru ansi margir bátar
á veiðum í Faxaflóanum, svokallaðar Bugatarveiðar.
60 bátar, enn aðeins þrír af þessum bátum náðu yfir 100 tonna afla í september 1997.
það var Steinunn SH sem var aflahæstur með 157,4 tonn í 21 róðri og mest 15,9 tonn
Bjarmi BA sem var með 152,8 tonn í 12 róðrum og mest 28,3 tonn,
Steinunn SH og Bjarmi BA eru stálbátar og miklu stærri enn þriðji báturinn sem náði yfir 100 tonn
því sá bátur er miklu minni enn hinir tveir,
þessi þriðji bátur var Páll Helgi ÍS frá Bolungarvík sem átti sér mjög langa sögu í útgerð frá Bolungarvík,.
Aflinn hjá Páli Helga ÍS var alls 104,7 tonn í 17 róðrum og gerir það 6,1 tonn í róðri.
hérna að neðan má sjá róðranna og landanir og báturinn endaði þennan mánuð á fullfermi eða 17,4 tonn í einni löndun,
Ef við skoðum vikurnar.
þá vika 1. sem er frá 31.ágúst til 6.sept að þá var báturinn með 26,7 tonn í 5 róðrum ,
Vika 2. 17,1 tonn í 3 róðrum,
Vika 3. 19,1 tonn í 4 róðrum,
Vika 4 16,5 tonn í 3 róðrum
og Vika 5. 17,4 tonn í einni löndun .
Páll Helgi ÍS mynd Sæmundur Þórðarsson
Dagur | Afli |
1.9 | 4.74 |
2.9 | 5.15 |
3.9 | 5.63 |
4.9 | 6.58 |
5.9 | 4.66 |
8.9 | 1.30 |
9.9 | 7.81 |
12.9 | 6.35 |
13.9 | 9.41 |
15.9 | 7.17 |
16.9 | 4.85 |
17.9 | 4.81 |
18.9 | 2.28 |
22.9 | 8.23 |
23.9 | 2.27 |
25.9 | 6.03 |
30.9 | 17.43 |