Páll Helgi ÍS frá Bolungarvík. 42 ára saga búinn
Bolungarvík hefur í gegnum tíðina verið ansi stór útgerðarbær og þar var t.d lengi vel rekin Loðnubræðsla og
sú bræðsla var stærsta bræðslan frá Akranesi að Siglufirði.
Mjög margir bátar hafa verið gerðir út frá Bolungarvík og mörg þekkt nöfn. t.d eins og Togaranna Dagrúnu ÍS, og Heiðrúnu ÍS .
líka voru þarna gerðir út ansi margir bátar sem voru að stunda rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpinu,
t.d Bryndís ÍS, Ásdís ÍS, Hafrún ÍS svo dæmi séu nefnd.
Páll Helgi ÍS
Einn er þó sá bátur sem hvað lengsta útgerðarsögu hefur átt sér í Bolungarvík og er þ að eikarbáturinn Páll Helgi ÍS ,
Pál Helgi ÍS var smíðaður árið 1977 og hét fyrst Rósa HU, enn var með því nafni í aðeins um 1 ár og var þá seldur til Bolungarvík
þegar að Guðmundur Rósmundsson kaupir bátinn og skírir hann Pál Helga ÍS.
Gummi Rósa
Guðmundur fæddist árið 1923 í Bolungarvík og hóf sjómennsku aðeins 12 ára gamall og lifði af sjóslys þegar að báturinn
Bangi ÍS sökk og með honum fórust 2 sjómenn, Gummi Rósa eins og hann var alltaf kallaður skaust upp með því að hanga á lestarlúgu sem flaut upp.
Lengi vel þá gerði Gummi út bát sem hét Hrímnir ÍS 140 og stýríshúsið af þeim báti flutti hann að Kleifum í Skötufirði og útbjó þar sumarafþrep
fyrir fjölskylduna.
Gummi var kominn með skipstjórnarréttindi árið 1946 þá 23 ára gamall, og hann var brautryðjandi í því að veiða hörpuskel
og fór í rannsóknarleiðangra með Hafró um landið til þess að finna hörpudisksmið.
Guðmundur lést árið 2016 þá 93 ára gamall.
Lengsta útgerðarsagan
Báturinn Páll Helgi ÍS var gerður út fram í lok júní árið 2020.
samtals var því Páll Helgi ÍS gerður út frá Bolungarvík í alls 42 ár og hefur enginn bátur í Bolungavík verið gerður út jafn lengi og þessi bátur.
Í lok fiskveiðiársins 2019-2020 þá var báturinn seldur til Jakops Valgeir ehf í Bolungarvík
og þar með fór kvótinn af bátnum sem þá var um 170 tonn miðað við þorskígildi.
Fór kvótinn yfir á Sirrý ÍS .
Bátnum var alla tíð mjög vel við haldið og Gummi fiskaði vel á bátinn þau 42 ár sem að báturinn var gerður út.
síðan að báturinn var seldur þá lá hann í reiðileysi í Bolungarvík og í stykkishólmi þar sem hann sökk núna fyrir stuttu síðan.
Báturinn mun verða rifin og þar með lýkur endanlega þessum farsæla ferli þessa fallega báts,
Báturinn var þá orðin í eigu félagsins Pál Helga ehf og 75% hlut í því félagi á Björg Hildur Daðadóttir sem er eiginkona
Jakops Valgeir Flosasonar útgerðarmanns., báturinn var verðmetinn á 5.1 milljón miðað við ársreikning árið 2019.
Bátnum hefði getað reyndar verið bjargað frá þessum dapurlegu örlögum sínum
því að Haukur Vagnsson ferðaþjónustuaðili í Bolungarvík óskaði eftir því að fá að kaupa bátinn eftir að hann var hættur í útgerð
og var þá verðmiðinn á honum 10 milljónir króna., sem eins og sést tvöfalt verð miðað við hvað báturinn var metinn á.
Smá frá mér Gísla sem á og rek AFlafrettir.is, svona fréttir eru alls ekki skemmtiefni fyrir mig að skrifa og sérstaklega um þennan bát
því að ég vissi að þessi bátur átti sér langa og færsæla sögu og vonaðist til þess að hann fengi áframhald lífs, sem því miður gerðist ekki.
Myndir Guðmundur Harðarsson