Páll Pálsson ÍS kveður Hnífsdal...2017

Það er mikil endurnýjun í gangi í íslenska togaraflotanum.


það eru komnir núna til landsins 5 nýir togarar.  Engey RE.  Akurey AK.  Kaldbakur EA.  Björgúlfur EA og Sólberg ÓF.  

á Ísafirði eða réttara sagt í Hnífsdal er fyrirtækið Hraðfrystihúsið Gunnvör og gerir það fyrirtæki út  Pál Pálsson ÍS sem var einn af japanstogunrum svokölluðu og núna nýverið þá lauk Páll Pálsson ÍS vinnu sinni fyrir HG.  

HG tók saman smá frétt um togarann  og þar kemur fram að einungis 3 skipstjórar hafa verð á skipinu og að heildaraflinn á togarnum er um 220 þúsund tonn.  ( þetta eru tölur frá þeim.  ég mun fara yfir mínar tölur og sjá hvað ég hef ).

Einungis þrír skipstjórar hafa verið á skipinu öll þessi 44 ár.  

Togarinn hefur þó ekki lokið vinnu sinni á íslandi því að núna fer hann til Vestmannaeyja.  

hérna að neðan má sjá frétt sem var skrifuð hjá þeim fyrir vestan.

Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS 102 landaði í morgun í síðasta sinn afla til vinnslu hjá Hraðfrystihússinu – Gunnvöru hf. í Hnífsdal, en eins og kunnugt er hefur skipið verið selt til Vinnslusvöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum.  Í nær fjörutíu og fimm ár hefur Páll verið gerður út frá Hnífsdal og verið burðarás í landvinnslu fyrirtækisins.  Í haust tekur síðan nýr Páll Pálsson ÍS 102, við keflinu en unnið er að lokafrágangi hans Kína.


Páll var einn af fyrstu skuttogurum Íslendinga þegar hann kom nýr til landsins í febrúar 1973 frá Japan þar sem hann var smíðaður.  Ýmsar nýjungar fylgdu komu skuttogaranna, t.d. gjörbreyttist öll aðstaða fyrir áhöfn og byrjað var að ísa aflann í plastkassa um borð. Síðar komu fiskkerin og öflugri og betri kæling til sögunnar en skipið fór í endurbætur og lengingu árið 1988 í Póllandi.  Aflasæld hefur fylgt skipinu alla tíð og hefur það borið að landi um 220 þúsund tonn af fiski sé miðað óslægðan afla uppúr sjó.  Aflaverðmætið þessi fjörutíu og fimm ár á núverandi verðlagi er um 45 milljarðar króna.   


Slíkum árangri er ekki hægt að ná nema með góðu skipi og vel mannaðri áhöfn. Mannabreytingar hafa verið mjög litlar í áranna rás, sem sést best á meðalstarfsaldur áhafnar áhafnarinnar er yfir 20 ár. Meðal þeirra sem nú eru í áhöfn hefur Guðmundur Sigurvinsson vélstjóri verið lengst eða í 36 ár samfleytt Páli en hann hefur ákveðið að nú sé komið gott og fer í land.  Aðeins þrír skipstjórar hafa verið á skipinu, Guðjón Arnar Kristjánsson sótti Pál til japan og var skipstjóri í 19 ár, Kristján Jóakimson var skipstjóri í 4 ár,  en lengst hefur Páll Halldórsson verið skipstjóri en hann hefur verið við stjórnvölinn síðastliðin 22 ár. Nú styttist í að Páll haldi til Kína til þess að sækja nýjan og glæsilegan Pál Pálsson.

Við þessi tímamót vilja stjórnendur Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf,  þakka núverandi og fyrrverandi skipverjum Páls Pálssonar samstarfið og óska þeim velfarnaðar.


Páll Pálsson ÍS mynd Ragnar Aðalsteinn Pálsson



Nýi Páll Pálsson ÍS mynd Skipasýn