Patreksfjörður júlí 2018

Patreksfjörður  bær á sunnanverðum Vestfjörðum og hefur verið mikill útgerðarbær í hátt í 100 ár.   á Patreksfirði var t.d lengi vel eini síðutogarinn sem var gerður út frá Vestfjörðum Gylfi BA. og síðan hafa nokkuð margir togarar verið gerðir út þaðan

enginn togarii er þó gerður út í dag frá Patreksfirði .  

Vertíðarlega séð þá hefur patreksfjörður haft dálítla sérstöðu því að netaveiðar voru stundaðar lang mest frá Patreksfirði af öllum bæjum og höfnum á Vestfjörðum

enda á tímabilinu milli 1960 og 1970 þá voru bátar frá Patreksfirði aflahæstir ansi oft yfir vetrarvertíð,

Finnbogi Magnússon skipstjóri var t.d aflahæstur allra báta 3 ár í röð á 3 mismunandi bátum.  Helga Helgasyni VE.  Loftri Baldvinssyni EA og Helgu Guðmundsdóttir BA 

og að ógleymdum Jóni Magnússyni sem síðast var með Garðar BA 

margt er breytt í dag enn útgerð sem samt sem áður í nokkrum blóma frá Patró og eins og sést á myndunum að neðan þá er ansi mikil fjöldi af bátum sem eru þarna og margir skráðir 

og já lítið skemmtiferðaskip var í höfninni og er þetta eitt af 18 skipum sem koma til Patreksfjarðar þetta sumarið















Myndi Gísli Reynisson