Pínulítill sæbjúgukvóti óveiddur í Aðalvík3,,2018
Það er búið að vera frekar rólegt yfir sæbjúguveiðunum núna í sumar,
þó er búið að opna fyrir smá veiðar í Aðalvík á Vestfjörðum,
reyndar ekki mikil veiði,
því að kvótinn var þar 102 tonn
og óveidd eru 58 tonn,
núna á þessum veiðum eru aðeins tveir bátar
Klettur ÍS sem hefur landað 13,3 tonnum í einni löndun
og Friðrik Sigurðsson ÁR sem hefur landað 17,5 tonni í einni löndun
miðað við þetta þá er einungis um 28 tonn eftir af kvótanum og þetta dugar því í 1 róður í viðbót á Friðrik Sigurðsson ÁR og Klett ÍS
Friðrik Sigurðsson ÁR mynd Sverrir Aðalsteinsson