Plastið tekið við að eikarbátunum, myndir 2022--1980

Núna það sem af er þessu ári þá er veður búið að vera vægast sagt ansi örmulega erfitt, enn þá daga sem hefur gefið á sjóinn þá hefur veiðin verið mjög góð


á miðunum utan við Sandgerði er búið að vera vægast sagt mjög mikið um að vera og listnn af bátum og 29 metra togurunum sem hafa verið þar á veiðum er ansi stór

núna það sem af er mars þá hafa ansi margir 30 tonna línubátar verið á veiðum þaðan og faðir minn Reynir Sveinsson skellti sér á bryggjuna og myndaði plastbátanna,

og það er ansi merkilegt að bera það saman við mynd sem pabbi tók af nákvæmlega sömu höfn fyrir rúmum 40 árum síðan

þá voru um 50 bátar við Norðurgarðinn í Sandgerði enn þarna í mars 2022 voru bátarnir 6,

Fækkun báta er ekki einskorðuð við Sandgerði heldur um allt land, nægir að nefna t.d Hornafjörð, Þorlákshöfn , Grindavík, Keflavík og AKranes sem dæmi

engu að síður flottar myndir frá pabba árið 2022 og hinsvegar neðsta myndin tekinn í kringum árið 1980





Talið frá vinstri. 
Gísli Súrsson GK,  Sandfell SU,  Kristján HF,  Hafrafell SU,  Auður Vésteins SU og Sævík GK
á Suðurgarðinum voru svo dragnótabátarnir og Hulda GK og Óli á STað GK 


Mynd tekin um 1980 myndir Reynir Sveinsson