Rækjubáturinn Sandvík SK 188 árið 1995. (1511)

Í Sandgerði núna síðan árið 2007, þá hefur verið gerður út þaðan bátur sem hefur átti ansi 

góðu gengi að fagna varðandi veiðar á ufsa á handfæri

og svo vel að í nokkur ár eftir 2007 þá var báturinn aflahæsti færabátur landsins og þá mestmegnis af ufsa

Ragnar Alfreðs GK er smíðaður á Skagaströnd fyrir um 45 árum síðan og hann á nokkra systurbáta,  en þeir hefur verið breytt, lengdir
eða breikkaðir.  Ragnar Alfreðs GK er aftur á móti upprunalegur.

en þessi bátur var líka rækjubátur.  því báturinn var gerður út frá Sauðárkróki í nokkur ár og hét þá þar Sandvík SK 188.

Ansi sérstakt að hugsa til þess að þessi litli bátur var á rækjuveiðum, en til að mynda árið 1995 þá voru mjög góðar rækjuveiðar í Skagafirðinum 

og voru þónokkuð margir bátar á rækjuveiðum þar til að mynda Jökull SK,  Þórir SK og Berghildur SK.

Sandvík SK var þó eini plastbáturinn sem var á rækjuveiðum í Skagafirðinum og líklegast minnsti báturinn.

en þrátt fyrir það þá má segja að báturinn hafi veitt mjög vel.

Því árið 1995 þá veiddi  Sandvík SK alls  um 250 tonn af rækju og stærsti mánuðurinn var nóvember 1995.

enn þá veiddi Sandvík SK alls 56 tonn af rækju í 16 róðrum og mest 4,8 tonn í einni löndun,  

Hérna að neðan má sjá hvernig Sandvík SK gekk á rækjunni í nóvember 1995


Dagur Afli
2 4.18
4 1.88
6 3.81
7 2.88
8 3.87
10 4.84
11 1.76
13 3.40
15 3.95
16 4.36
17 4.71
20 3.17
21 4.47
27 3.61
28 2.63
30 2.48

og það má geta þess að árið 1996 þá kom nýr bátur sem var smíðaður á Ísafirði sem kom í staðinn fyrir plastbátinn.  sá bátur fékk
nafnið Sandvík SK og er ennþá til árið 2023, heitir Bára SH og með sknr 2274.

enginn mynd fannst af bátnum Sandvík SK þegar hann var á rækjuveiðum árið 1995


Ragnar Alfreðs GK ,  hét Sandvík SK árið 1995.