Rækjuflakkarinn mikli Sigurborg VE í júlí árið 1995.

Núna árið 2023 þá eru þeir bátar og togarar sem veiða og landa rækju hérna við Ísland

rosalega fáir,  ekki nema sirka fimm 

á árunum frá 1980 og vel fram yfir aldamótin og þá sérstaklega á árunum frá 1990 og til 2000 þá var mjög góð rækjuveiði 
við norðanvert landið, við Austanvert landið og við snæfellsnesið.

mjög margir bátar voru þá á veiðum og oft á tíðum þá var mokveiði hjá þeim,

sumir bátanna voru lengur enn aðrir bátar á rækjuveiðum og einn af þeim bátum sem kanski má segja að eigi eina lengstu söguna 

varðandi rækjuveiðar hérna við land fyrir utan Helgu RE  ( sknr 91) var Sigurborg VE, ( sem seinna varð Sigurborg HU):

Sigurborg VE hóf rækjuveiðar árið 1994 og var á rækjuveiðum alveg fram til 2018 eða í 14 ár,

vanalega þegar rækjubátar voru á veiðum þá lönduðu þeir iðulega í sömu höfn. 
og stærsti rækjuhafnirnar á þessum tíma 1990 til 2000
voru 
Eskifjörður,
Húsavík.
Dalvík
Siglufjörður
Ísafjörður

 Rækjuflakkarinn mikli, Sigurborg VE
Aftur á móti þá kom það fyrir að bátarnir fóru á flakk, enn held að enginn hafi flakkað með rækju á jafn margar hafnir og Sigurborg VE 121

gerði í júlí árið 1995
þá landaði Sigurborg VE , 5 landanir í alls 5 höfnum,

Sigurborg VE byrjaði í Dalvík snemma í Júlí og kom þangað með 32,2 tonn af rækju og 1 tonn af fiski

næsta löndun var á Raufarhöfn  33,1 tonn af rækju og 2,2 tonn af fiski

Síðan fór báturinn alla leið til Hvammstanga og landaði þar 24,9 tonnum af rækju og 581 kg af fiski

næst lá leiðin aftur austur, alla leið til Vopnafjaröar og landaði þar 28,5 tonnum af rækju 

og að lokum kom báturinn til Skagastrandar með 1,7 tonn af rækju og 581 kíló af fiski

Voru Rækjuverksmiðjur í tveimur bæjum?
Samtals var Sigurborg VE með 125 tonn í þessum 5 löndunum og eins og segir þá vekur mesta athygli þetta mikla flakk á bátnum .
og merkilegt að landa rækju á Raufarhöfn og Vopnafirði því ég hélt að  það hafi ekki verið rækjuverksmiðjur þar


Sigurborg VE mynd Tryggvi Sigurðsson