rækjutogarinn Bjarni Benediktsson RE,1984

Á árunum frá 1980 til 1983 þá voru þau ár svokölluð kvótaviðmiðunarár.  og úthlutun kvótans árið 1984 byggðist meðal


annars á því hvernig bátum og skipum hafi reitt af viðmiðunarárin á undan.  Kvótinn var úthlutaður per skip, en þó voru nokkrir einstaklingar

sem fengu svokallan skipstjórakvóta eftir veiðireynslu sína á öðrum togurunm,

besta dæmið um þetta er kvótinn sem að Þorsteinn Vilhálmsson skipstjóri á Kaldbak EA fékk, og notaði hann þann kvóta á Akureyrina EA

sem var fyrsta skip Samherja.

Eitt af þeim skipum sem veiddi  mjög vel þessu viðmunarár var stóri togarinn Bjarni Benediktsson RE.  

Hann hafði verið með aflahæstu togurunum landsins þessi ár og þegar að árið 1984 kom þá var útgerð togarans í rekstarvandræðum

og var togarinn því leigður til Bíldudals til þess að stunda rækjuveiðar og landaði þá togarinn á Bíldudal .

Hóf Bjarni Benediktsson RE veiðar frá Bíldudal í apríl árið 1984 og var lagði upp rækju þar fram í ágúst það sama ár.

Miðað við aðra báta sem voru á rækjuveiðum og miðað við að togarinn var langstærsti togarinn sem var á rækjuveiðum þetta sumar þ

þá er ekki hægt að segja að veiðarnar hafi gengið neitt sértaklega vel,

alls landaði togarinn 228 tonnum af rækju og auk þess 80 tonnum af fiski.

mest 25 tonn af rækju í einni löndun,

það vekur nokkra athygli að í einum róðrinum nánar tiltekið 24.júlí árið 1984, þá kom togarinn með 19 tonn af rækju

enn uak þess 7,4 tonn af grálúðu.  

í aflaskýrslum um þessa grálúðu stendur skrifað

"Grálúðuaflinn fór allur í gúanó, án verðs. enn skipverjum greiddur hlutur samkvæmt samtali við Eyjólf Þorkelsson"

og athygli vekur að þetta er skrifað 21.febrúar árið 1985,  samt landaði togarinn þessum afla 24.júlí árið 1984.

ansi spes


Bjarni Benediktsson Mynd íslensk skip