Rækjuveiðar á Grundfirðing SH ,1984
Það eru nú ekki margar rækjuverksmiðjur eftir hérna á landinu. það eru árið 2021 aðeins 5. Siglufirði. Sauðárkróki, Hvammstanga, Hólmavík og ÍSafirði.
Fyrir um 40 árum síðan þá voru þær margfalt fleiri og dreifðust víða um landið.
t.d voru á Snæfellsnesinu rækjuverksmiðjur í Stykkishólmi og Grundarfirði svo dæmi sé tekinn,
Rækjuverksmiðjann í Grundarfirði tók við ansi miklu magni af rækju og voru það þá að mestu heimabátar sem voru að landa.
Hét verksmiðjan í Grundarfirði Soffanias Celison .
Einn af þeim bátum sem landaði rækju í þessa verksmiðju árið 1984 var stálbáturinn Grundfirðingur SH 12, og hann byrjaði veiðar í maí og óhætt
er að segja að þær hafi gengið ansi vel því hann fór í alls 18 róðra og allir þessir róðrar voru mjög stuttir, allt niður í einn dag höfn í höfn,
Heildaraflinn var alls 112 tonn og af því var fiskur 66 tonn og rækjan 46 tonn,
Hérna að neðan má sjá töflu yfir aflann og það sést að túrarnir voru mjög stuttir,
t.d besti túrinn 3.maí var aðeins eftir einn dag á veiðum og kom þá báturinn með 18,1 tonn í land og var rækja af því 8,6 tonn.
þetta er nú eiginlega bara mokveiði.
dagur | fiskur | rækja |
2 | 2.4 | 2.2 |
3 | 9.5 | 8.6 |
5 | 5.1 | 4.4 |
8 | 4.9 | 4.1 |
10 | 6.7 | 4.5 |
12 | 5.9 | 3.0 |
14 | 7.2 | 1.5 |
15 | 0.8 | 0.3 |
16 | 1.9 | 1.4 |
17 | 4.1 | 3.5 |
19 | 3.6 | 3.1 |
21 | 2.2 | 1.9 |
22 | 2.2 | 1.7 |
23 | 1.5 | 1.2 |
26 | 2.6 | 2.1 |
28 | 1.9 | 1.1 |
29 | 1.1 | 0.5 |
31 | 2.2 | 1.4 |
Grundfirðingur SH mynd Rósi