Rækjuveiðar apríl árið 2024 og apríl árið 2003.


síðasta fréttin sem var skrifuð hérna á aflafrettir var ný uppfærður rækjulisti fyrir árið 2024.

og eins og kemur fram þar, þá eru aðeins tveir togarar á rækjuveiðum  árið 2024,  Sóley Sigurjóns GK og Vestri BA

ég ætla að fara með ykkur í smá ferðalag, en þó ekki það langt

fer með ykkur aðeins 21 ár aftur í tímann eða í apríl árið 2003.

hérna að neðan má sjá lista þá báta og togara sem voru á úthafsrækjuveiðum í apríl árið 2003.

og eins og sést þá voru 17 bátar og togarar á veiðum og aflinn hjá þeim í apríl var 1500 tonn af rækju,

 af þessum 17 sem eru á listanum hérna að neðan þá eru 

Kópanes ST, ÍSborg ÍS, Haukur EA, Sæþór EA og Sigurborg SH allt bátar og líka Björg SU, en Björg SU hét áður Björg VE.

af þessum 17 þá voru 7 sem náðu yfir 100 tonn afla og við þekkjum öll efstu skipin 

enn þó vekur athygli hvaða tækjutogari var þriðji aflahæsti.

en það var Náttfari RE 59, þessi togari hét lengi vel Ásley VE, 

Það var þó á endanum Framnes ÍS sem varð aflahæstur, eins og sést þá var töluverðu magni af rækju 

landað á Ísafirði og Súðavík

Sæti Sknr Nafn Afli Landanir Mest Höfn
17 1506 Ingimundur SH 335 12.9 1 12.9 Súðavík
16 1935 Björg SU 3 13.7 2 10.6 Blönduós
15 88 Kópanes ST 46 15.9 4 10.6 Hólmavík
14 78 Ísborg ÍS 250 40.4 5 17.3 Ísafjörður
13 236 Haukur EA 76 67.5 4 29.6 Dalvík
12 1337 Skafti SK 3 81.5 3 29.5 Blönduós
11 1291 Sæþór EA 101 82.6 5 27.3 dalvík
10 978 Svanur EA 14 96.5 4 30.5 Dalvík
9 1508 Björg Jónsdóttir ÞH  98.2 4 33.2 Húsavík
8 1019 Sigurborg SH 12 98.4 4 35.2 Sauðárkrókur
7 1451 Stefnir ÍS 28 114.3 5 25.9 Súðavík, Ísafjörður
6 1980 Andey ÍS 440 117.7 5 29.7 Súðavík, Ísafjörður
5 1397 Sólberg ÓF 12 121.3 4 40.6 Siglufjörður
4 1281 Múlaberg ÓF 32 129.2 5 31.8 Siglufjörður
3 1652 Náttfari RE 59 129.3 5 32.1 Húsavík
2 1326 Stálvík SI 1 134.5 5 32.1 Siglufjörður
1 1327 Framnes ÍS 708 147.7 5 36.1 Súðavík, Ísafjörður


Framnes Mynd Guðmundur St Valdimarsson

Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisson